fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Eyjan

„Hvers vegna þurfa erfingjarnir að greiða ríkinu fyrir gjöf frá foreldrum sínum?“

Trausti Salvar Kristjánsson
Miðvikudaginn 27. maí 2020 10:26

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja. Mynd-samherji.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kvótakerfið var mikil blessun fyrir íslensku þjóðina og í grunninn er um fallega gjörð foreldra að ræða,“ segir Helgi Vífill Júlíusson, viðskiptablaðamaður Markaðarins í Skoðanadálki Fréttablaðsins í dag, hvar hann veltir vöngum yfir gjöf Samherjaeigenda til barna sinna á dögunum, þar sem 86.5% hlutabréfaeign Samherja var framseld á einu bretti, en andvirðið hefur verið talið um 60-70 milljarðar.

Helgi ver ákvörðun eigenda Samherja og segir eðlilegt að kvóti gangi í erfðir og telur erfðafjárskatt ekkert annað en eignaupptöku.

Hefur gjörðin hins vegar orðið mörgum tilefni til gagnrýni og sagði Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingmaður VG og formaður atvinnuveganefndar, að slík gjörð endurspeglaði gallað kvótakerfi:

„Þetta endurspeglar stórgallað kvótakerfið með óheftu framsali og samþjöppun til stórra fjármagnseigenda.“

Þá kallaði Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður, áður í VG, eftir ofursköttum á ofur-arf í þinginu eftir að greint var frá því að Samherja(sumar)gjöfin væri stærsti persónulega eignartilfærsla Íslandssögunnar.

Óskynsamleg viðbrögð

Helgi nefnir að öfund og reiði séu mannleg viðbrögð þegar fúlgur fjár skipti um hendur:

„Því til viðbótar á umræða um aflaheimildir það til að fá dagfarsprúða til að sýna á sér aðrar hliðar. Það er þó ekki þar með sagt að þær tilfinningar séu skynsamlegar eða eigi að varða veginn í umræðunni. Þvert á móti. Kvótakerfið var mikil blessun fyrir íslensku þjóðina og í grunninn er um fallega gjörð foreldra að ræða,“

segir Helgi.

Ekkert annað en eignaupptaka

Hann undrast að krafist sé skattlagningar á sumargjöf Samherja:

„Frumkvöðlar byggðu upp glæsilegt fyrirtæki frá grunni og hafa rekið það í 37 ár. Í kringum eftirlaunaaldur vildu þeir láta hlut sinn í hendur afkomenda og leyfa þeim að njóta ávaxtanna. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri og meðstofnandi Samherja, verður 67 ára í ár. Athafnamennirnir tveir eiga þó áfram umsvifamikinn rekstur erlendis og kjölfestuhlut í Eimskipi. Við þessar aðstæður mætti spyrja: Hvers vegna þurfa erfingjarnir að greiða ríkinu fyrir gjöf frá foreldrum sínum? Fyrir atbeina frumkvöðlanna hefur verið fjárfest ríkulega í rekstrinum og hann hefur í áratugi skilað miklum tekjum í vasa ríkisins. En erfingi þarf að greiða umtalsverðar fjárhæðir – sem væntanlega þarf að fjármagna með lánum – til að taka við gjöfinni. Ekki verður fram hjá því litið að erfðafjárskattur er eignaupptaka.“

Að lokum nefnir Helgi að það hefði komið flestum á óvart ef eigendur Samherja hefðu ákveðið að selja öðrum aðila útgerðina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Salah snýr aftur
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi

Stjórnarandstaðan gagnrýndi fjarveru Guðmundar Inga – Var svo upplýst um að ráðherra liggur á sjúkrahúsi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Biðskylda
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku
Reiði skólameistarinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi

Björg Magnúsdóttir: Er spennt fyrir leiðtogakjöri hjá Viðreisn – liggur undir feldi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar

Fylgi Miðflokks eykst enn – Stuðningur við ríkisstjórnina minnkar