fbpx
Fimmtudagur 02.júlí 2020
Eyjan

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. maí 2020 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag hefst utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna forsetakosninganna, sem fara fram 27. júní, hjá sýslumönnum um land allt. Á höfuðborgarsvæðinu fer atkvæðagreiðslan fram á fyrstu hæð Smáralindar. Opið verður alla daga frá 10 til 19 nema hvað lokað verður á hvítasunnudag og annan dag hvítasunnu.

Frá 15. júní verður einnig hægt að kjósa á Laugardalsvelli á milli klukkan 10 og 22 alla daga en lokað verður á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Á sjálfum kjördeginum verður aðeins hægt að kjósa utankjörfundar í Smáralind á milli klukkan 10 og 17 og eru það aðeins kjósendur á kjörskrá utan höfuðborgarsvæðisins sem það geta gert.

Erlendis verður hægt að kjósa í sendiráðum, aðalræðisskrifstofum og hjá kjörræðismönnum. Á vef utanríkisráðuneytisins er athygli vakin á að ráðlegt geti verið að panta tíma vegna margvíslegra takmarkana sem eru í gildi vegna heimsfaraldurs kórónuveiru.

Í framboði eru Guðni Th. Jóhannesson, forseti, og Guðmundur Franklín Jónsson, hagfræðingur.

Á vef Stjórnarráðsins er hægt að finna nauðsynlegar upplýsingar um kosningarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Icelandair frestar hlutafjárútboði – Greiðslustöðvun náist ekki samningar

Icelandair frestar hlutafjárútboði – Greiðslustöðvun náist ekki samningar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Þetta eru slæm skilaboð inn í fræðasamfélagið“

„Þetta eru slæm skilaboð inn í fræðasamfélagið“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Svona eru möguleikar Guðna og Guðmundar – Mismunandi niðurstöður

Svona eru möguleikar Guðna og Guðmundar – Mismunandi niðurstöður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Forsetaframbjóðendur fá stuðning landsþekktra Íslendinga

Forsetaframbjóðendur fá stuðning landsþekktra Íslendinga
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þetta er helsta banamein Íslendinga

Þetta er helsta banamein Íslendinga
Eyjan
Fyrir 6 dögum
Hér á ég heima