fbpx
Miðvikudagur 27.maí 2020
Eyjan

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 07:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landeigendur eru ósáttir við frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um takmarkanir á eignarhaldi jarða og segja þeir það andstætt stjórnarskránni. Í áliti, sem félag í eigu breska kaupsýslumannsins og landeigandans Jim Radcliff, aflaði hjá fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins kemur fram að frumvarpið brjóti gegn EES-samningnum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að markmið frumvarpsins sé að sporna gegn of mikilli samþjöppun í eignarhaldi lands og gegn uppkaupum erlendra lögaðila á jörðum hér á landi. Undirbúningur að gerð frumvarpsins hófst um svipað leyti í fyrra og Jim Radcliff bætt enn við jarðeignir sínar hér á landi.

Í umsögnum um frumvarpið kemur fram að tiltekin ákvæði þess brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um eignarrétt, atvinnufrelsi og jafnræði.

Veiðifélagið Strengur í Vopnafirði, sem er að mestu í eigu Radcliff, sendi inn umsögn og með henni ítarlegt lögfræðiálit frá Dr. Carl Baudenbacher, fyrrum forseta EFTA-dómstólsins, sem hann vann fyrir veiðifélagið. Í álitinu færir  Baudenbacher rök fyrir því að ákveðin ákvæði frumvarpsins brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins.

„Það kemur mér ekki á óvart að þeir sem hafa verið að safna að sér jörðum leggist gegn takmörkunum á slíkri samþjöppun. Ég vænti þess að sérfræðingar sem unnu málið fyrir mig muni bregðast við þessum athugasemdum.“

Hefur Fréttablaðið eftir forsætisráðherra um athugasemdirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Tekist á um hlutabótaleiðina – „Við ætlum að taka maurinn, koma með bazooka og sprengja þá alla.“ 

Tekist á um hlutabótaleiðina – „Við ætlum að taka maurinn, koma með bazooka og sprengja þá alla.“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð

Bjarni tjáir sig um galla Katrínar og samskiptin við Davíð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framlag ríkisins til aðgerðaráætlunar fyrir Suðurnesin alls 250 milljónir

Framlag ríkisins til aðgerðaráætlunar fyrir Suðurnesin alls 250 milljónir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Brynjar vísar ásökunum um leti á bug – „Ég er í liði – Einkaflipp eru ekki vel séð“

Brynjar vísar ásökunum um leti á bug – „Ég er í liði – Einkaflipp eru ekki vel séð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“

„Latasti þingmaðurinn kvartar yfir vinnusemi kollega síns. You can´t make this shit up“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingmenn upplifa líkamlegt ofbeldi, ógnandi áreitni og fjölskyldur þeirra fá hótanir

Þingmenn upplifa líkamlegt ofbeldi, ógnandi áreitni og fjölskyldur þeirra fá hótanir