fbpx
Sunnudagur 05.júlí 2020
Eyjan

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 22. maí 2020 07:55

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landeigendur eru ósáttir við frumvarp Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, um takmarkanir á eignarhaldi jarða og segja þeir það andstætt stjórnarskránni. Í áliti, sem félag í eigu breska kaupsýslumannsins og landeigandans Jim Radcliff, aflaði hjá fyrrverandi forseta EFTA-dómstólsins kemur fram að frumvarpið brjóti gegn EES-samningnum.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að markmið frumvarpsins sé að sporna gegn of mikilli samþjöppun í eignarhaldi lands og gegn uppkaupum erlendra lögaðila á jörðum hér á landi. Undirbúningur að gerð frumvarpsins hófst um svipað leyti í fyrra og Jim Radcliff bætt enn við jarðeignir sínar hér á landi.

Í umsögnum um frumvarpið kemur fram að tiltekin ákvæði þess brjóti gegn ákvæðum stjórnarskrárinnar um eignarrétt, atvinnufrelsi og jafnræði.

Veiðifélagið Strengur í Vopnafirði, sem er að mestu í eigu Radcliff, sendi inn umsögn og með henni ítarlegt lögfræðiálit frá Dr. Carl Baudenbacher, fyrrum forseta EFTA-dómstólsins, sem hann vann fyrir veiðifélagið. Í álitinu færir  Baudenbacher rök fyrir því að ákveðin ákvæði frumvarpsins brjóti gegn ákvæðum EES-samningsins.

„Það kemur mér ekki á óvart að þeir sem hafa verið að safna að sér jörðum leggist gegn takmörkunum á slíkri samþjöppun. Ég vænti þess að sérfræðingar sem unnu málið fyrir mig muni bregðast við þessum athugasemdum.“

Hefur Fréttablaðið eftir forsætisráðherra um athugasemdirnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þú getur núna náð þér í stafrænt ökuskírteini

Þú getur núna náð þér í stafrænt ökuskírteini
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kolbeinn segist vilja afglæpavæðingu og sakar Pírata um pólitískt leikrit og klækjabrögð

Kolbeinn segist vilja afglæpavæðingu og sakar Pírata um pólitískt leikrit og klækjabrögð
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingmaður fékk sérstaka sendingu inn um bréfalúguna – „Það er einhvern veginn allt leyfilegt“

Þingmaður fékk sérstaka sendingu inn um bréfalúguna – „Það er einhvern veginn allt leyfilegt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ísland uppfyllir ekki lágmarksskilyrði um aðgerðir gegn mansali fjórða árið í röð

Ísland uppfyllir ekki lágmarksskilyrði um aðgerðir gegn mansali fjórða árið í röð
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Eineltismálið gegn Vigdísi látið niður falla – „Aldrei fótur fyrir ásökununum“

Eineltismálið gegn Vigdísi látið niður falla – „Aldrei fótur fyrir ásökununum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum

Ný skýrsla: Heilbrigðisstofnanir, dómstólar og lögregluembætti fylgja ekki lögum og reglum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðni segist afar þakklátur – Skýr vilji þjóðarinnar um að halda áfram á sömu braut

Guðni segist afar þakklátur – Skýr vilji þjóðarinnar um að halda áfram á sömu braut
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Næst hæsta atkvæðahlutfall í forsetakosningum til þessa

Næst hæsta atkvæðahlutfall í forsetakosningum til þessa