fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
Eyjan

Segir stjórnvöld aðeins framlengja dauðastríðið og spáir 30% atvinnuleysi í maí – „Hagkerfið sem var, er fallið“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. apríl 2020 13:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atvinnuleysi hefur aukist mikið á liðnum vikum og mánuðum. Sú þróun var byrjuð áður en kórónuveiran lét á sér kræla, en hefur stigmagnast í kjölfar faraldursins.

Atvinnuleysi mælist mest á Suðurnesjum og er spáð 24% atvinnuleysi þar í apríl, en það mældist rúm 15% í mars.

Hagkerfið fallið

Gunnar Smári Egilsson, sósíalistaforingi, segir að atvinnuleysið gæti mælst mun hærra þegar fram vindur með skelfilegum afleiðingum:

„24% atvinnuleysi eftir aðeins örfáar vikur af móður allra kreppa, gæti orðið að 30% atvinnuleysi í maí, hætt er við að næstum helmingur hins almenna vinnumarkaðar sé að þurrkast út. Á eftir fylgir hrun eignaverðs, gjaldþrota fyrirtæki munu falla á fjármálakerfið og leiða í ljós að eigið fé þess og lánageta er blekking. Minnkandi kaupmáttur og offramboð á húsnæði (túristarnir eru farnir, þúsundir farandverkamanna og innflytjenda munu flytja burt) mun fella húsnæðisverð og gera stóran hluta heimila tæknilega gjaldþrota. Ef ekkert verður að gert mun zombie-fjármálakerfið ráðast að þessu fólki. Hagkerfið sem var, er fallið,“

segir Gunnar og spyr almenning hvað sé til ráðs, þar sem yfirvöld séu aðeins að framlengja dauðastríðið:

„Og hvað ætlið þið að gera? Láta sem svo sé ekki? Styðja ríkisstjórnina sem ætlar að eyða öllu afli almannasjóða til að framlengja dauðastríð ónýttra fyrirtækja sem tilheyra horfnum heimi?“

Sama og kreppan 1933

Gunnar nefnir einnig að 24% atvinnuleysi sé sama hlutfall og í kreppunni árið 1933:

„Þetta er sama hlutfall atvinnuleysis sem markaði dýpsta botn kreppunnar miklu í Bandaríkjunum 1933. Sumt fólk er þegar farið að finna fyrir því hvernig upplifun svo djúp kreppa er, sum munu finna fyrir því eftir viku og önnur eftir mánuð. Kreppan bítur fyrst þau sem standa verst og færir sig svo upp eftir röðinni. Eftir tvo, þrjá mánuði mun meginþorri almennings finna á eigin skinni hvað djúp kreppa er, sem mögnuð er upp af stjórnvöldum sem beina öllu afli sínu að því að blása lífi í það sem er steindautt, eignarhald fárra yfir fyrirtækjunum, vald fárra yfir samfélaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja

Kolbrún Bergþórsdóttir: Öllum er nákvæmlega sama um Sjálfstæðisflokkinn – hann hefur ekkert að segja
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Úrsúla frá Lundi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar

Dagur B. Eggertsson: Bændur gætu orðið fremstir í stuðningsliði Evrópusambandsaðildar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar

Orðið á götunni: Willum nýtur vinsælda og virðingar – verður sennilega næsti formaður Framsóknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi