fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Erlendir birgjar boða allt að 100% verðhækkanir – Ragnar Þór óttast áhrifin á nauðsynjavörur – „Kaupmáttur mun rýrna“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 4. apríl 2020 11:25

Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kaupmáttur mun rýrna, hversu mikið er ómögulegt um að segja,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson við Morgunblaðið í dag og er uggandi yfir ástandinu sem hann telur að muni leiða til hækkun verðlags á nauðsynjarvöru.

Hann segir að erlendir birgjar boði nú allt frá 10-100 prósenta verðhækkanir vegna skorts á aðföngum og vinnuafli. Heildsalar hafi tilkynnt um 3-10 prósenta hækkanir og verðlag muni því hækka. Við það bætist svo veiking krónunnar.

Hann telur að meira þurfi að gera fyrir launafólk sem orðið hafi fyrir tekjuskerðingum og tekur undir hugmyndir um að lækka tryggingagjaldið, en tengja þurfi slíkan ríkisstuðning við vísitölu neysluverðs og verðbólgumarkmið Seðlabankans.

Slíkt gæti virkað sem hvati fyrir fyrirtæki til að halda aftur af verðhækkunum og þau þyrftu jafnvel að taka eitthvað tap á sig, líkt og almenningur. Ellegar þyrftu þau að greiða aðstoðina til baka.

Ragnar Þór er fylgjandi lífeyrisleiðinni svokölluðu, að lækka mótframlag vinnuveitenda til launþega úr 11.5% í 8% í þrjá mánuði. ASÍ var hinsvegar ekki tilbúið í þá aðgerð og sagði Ragnar Þór sig úr miðstjórn ASÍ fyrir vikið, auk þess sem Vilhjálmur Birgisson sagði af sér embætti varaforseta ASÍ vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Atli Þór ráðinn til Pírata

Atli Þór ráðinn til Pírata
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir í hljóði og mynd
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?

Björn Jón skrifar: Forsetaefni íhaldsmanna?