fbpx
Þriðjudagur 12.ágúst 2025
Eyjan

Stefnir í gjaldþrot margra ferðaskrifstofa

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 20. apríl 2020 07:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir í gjaldþrot margra ferðaskrifstofa vegna COVID-19 faraldursins því ferðamannaiðnaðurinn er lamaður þessar vikurnar og tekjurnar engar en ákveðin útgjöld eru til staðar.

„Við getum siglt okkar lífróður tekjulaus í nokkra mánuði til viðbótar, en það verður sífellt erfiðara þegar í ofanálag koma endurgreiðslur sem og aukin útgjöld, til dæmis mikil hækkun trygginga til Ferðamálastofu.“

Hefur Fréttablaðið eftir Scott Drummond, leiðsögumanni og rekstrarstjóra Hidden Iceland, í umfjöllun um málið í dag. Hann sagði að meira þurfi að koma til ef lítil og meðalstór ferðaþjónustufyrirtæki eigi ekki að fara í þrot.

Í mars var gefin út reglugerð sem heimilar Ferðamálastofu að taka tillit til aðstæðna tryggingarskyldra aðila vegna heimsfaraldursins. Samkvæmt henni er heimilt að áætlun tryggingarskylds aðila fyrir 2020 verði lögð til grundvallar útreiknings tryggingargjalds í stað síðasta árs.

Fréttablaðið segir að samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu hafi aldrei staðið til að allar ferðaskrifstofur fengju verulega lækkun á tryggingarfjárhæðinni. Miðað sé við að tryggingin dugi fyrir fullri endurgreiðslu ef til gjaldþrots eða rekstrarstöðvunar kemur.

Haft er eftir Ásberg Jónssyni, framkvæmdastjóra Nordic Visitor, að nú komi gallar núverandi kerfis í ljós. Flestar ferðaskrifstofur séu með eigin gjaldþrotatryggingar en í flestum öðrum Evrópuríkjum séu einhverskonar tryggingasjóðir sem auðvelda ríkinu að grípa inn í.

„Ljóst er að íslenska ríkið þarf að stíga inn og heimila ferðaskrifstofum að endurgreiða í formi inneignar eins og f lestar Evrópuþjóðir hafa nú gert.“

Hann sagði að slík aðgerð sé raunhæf og nauðsynleg núna.

„Ef ríkið gerir ekkert þá fer mikill meirihluti ferðaþjónustufyrirtækja í þrot. Það myndi valda gríðarlegu tjóni á framtíðartekjur landsins og tjóni fyrir neytendur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“

Guðrún krefst þess að Kristrún segi eitthvað – „Við þurfum að tala skýrt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu

Vinsældir Trump minnka – Þær minnstu á kjörtímabilinu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu

Helgi Seljan kom Guðlaugi í opna skjöldu – Ber við minnisleysi um sína eigin skýrslu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum