fbpx
Þriðjudagur 15.júní 2021
Eyjan

Guðmundur Franklín hugleiðir forsetaframboð og gagnrýnir Fréttablaðið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 14. apríl 2020 19:00

Guðmundur Franklín

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Franklín Jónsson hefur verið orðaður við mögulegt framboð til embættis forseta Íslands í vor. Nú þegar hefur einn maður lýst yfir vilja til framboðs en það er Axel Pétur Axelsson samsæriskenningasmiður. Óvíst er að hann nái nægilegum fjölda meðmælenda til að geta boðið fram. Líklegt er hins vegar að Guðmundur hafi mun sterkara bakland.

Guðmundur fer yfir málið í stuttri Facebook-færslu í dag þar sem hann hnýtir í leiðinni í skrif Fréttablaðsins en í dálknum „Frá degi til dags“ er velt vöngum yfir forsetaframboðum. Þar segir:

Fyrsta mótframboð Guðna Th. Jóhannessonar til forseta Íslands hefur raungerst. Hvort nógu margar undirskriftir náist er annað mál. Mótframbjóðandinn, Axel Pétur Axelsson, er einna þekktastur fyrir samsæriskenningar sínar. Annar hugsanlegur frambjóðandi, Guðmundur Franklín Jónsson, sérlegur alþjóðasérfræðingur Útvarps Sögu, lætur enn ganga á eftir sér en segist heitur fyrir framboði. Aðrir sem hafa verið í deiglunni en ákveðið að láta ekki vaða eru Sturla Jónsson og Ástþór Magnússon. Enginn af þeim sem hér eru upptaldir væri sérstaklega líklegur til þess að láta Guðna svitna. Ætli það sé ekki betra að spara þessar 400 milljónir sem kosningar kosta?

Ef einhver mótframbjóðandi skyldi slysast yfir meðmælendaþröskuldinn er óumf lýjanlegt að kosningar verði í sumar, eða hvað? Lítil sanngirni er í því fólgin að fá að bjóða sig fram en eiga litla möguleika á að kynna sig. Forsetaframbjóðandinn er í eðli sínu mesti smitberi sem til er. Hann ferðast um landið, smalar fólki saman, tekur í spaðann á fólki og kyssir ungbörn. Þó að einhverjum takmörkunum verði sjálfsagt af létt á vormánuðum munu Þrjú á palli aldrei leyfa þetta og framboðinu þar með sjálfhætt.

Ljóst er að blaðamaður Fréttablaðsins er ekki hrifinn af því að haldnar verði forsetakosningar í vor og sér hindranir í veginum fyrir því, t.d. samkomubannið. Guðmundur svarar þessu með eftirfarandi færslu, en þar segist hann munu gera upp hug sinn til forsetaframboðs á næstunni, en raunar hlaupi honum kapp í kinn við að lesa þessi skrif Fréttablaðsins:

„Mér finnst nú svolítið sætt þegar Fréttablaðið reynir að draga úr mögulegum forsetaframbjóðendum með þessum hætti. Ég er nú bara þannig gerður að þetta hleypir heldur hita í mig en að draga úr mér og hyggst ég nú alvarlega skoða þann möguleika að bjóða mig fram.

Vesalings labbakútarnir eru greinilega farnir að skjálfa á beinunum yfir að sá sem storkar sitjandi forseta muni líklega bera sigur af hólmi. Ætli öll vötni falli nú ekki til Dýrafjarðar og ég verði að fara að gera upp hug minn von bráðar?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Stella segir að konur þurfi að hugsa vel um afleiðingar gjörða sinna

Stella segir að konur þurfi að hugsa vel um afleiðingar gjörða sinna
Eyjan
Fyrir 1 viku

FA segir að tækifæri til útvíkkaðrar fríverslunar með búvörur við Bretland hafi glatast

FA segir að tækifæri til útvíkkaðrar fríverslunar með búvörur við Bretland hafi glatast
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þórðargleði Íslendinga eftir prófkjörið í gær – „Jólin koma snemma í ár“ – „Af hverju er ekki prófkjör oftar?“

Þórðargleði Íslendinga eftir prófkjörið í gær – „Jólin koma snemma í ár“ – „Af hverju er ekki prófkjör oftar?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gengur sátt frá störfum sínum á þingi og sem ráðherra

Gengur sátt frá störfum sínum á þingi og sem ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Úrslitastundin nálgast í stóra oddvitaslagnum- Þetta er staðan eftir fyrstu tölur

Úrslitastundin nálgast í stóra oddvitaslagnum- Þetta er staðan eftir fyrstu tölur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Pabbi ekur um borgina með auglýsingu – „Ég ætla að slökkva á internetinu þar til prókjör XD er búið“

Pabbi ekur um borgina með auglýsingu – „Ég ætla að slökkva á internetinu þar til prókjör XD er búið“