fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
Eyjan

Þingmaður Samfylkingarinnar segir erfitt að hlýða Víði – „Hlýðninni eru takmörk sett“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 1. apríl 2020 16:00

Guðmundur Andri Thorsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fyrir okkur sem höfum tamið okkur að rækta heilbrigðan mótþróa (sem sumir kenna við röskun) hefur það reynt svolítið á að hlýða alltaf Víði, sýna borgaralega hlýðni þegar kemur að sjálfsögðum tilmælum og fyrirmælum um fjarlægð og heimveru,“

segir Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingarinnar í aðsendri grein í Stundinni í dag sem hann deilir á Facebook einnig:

„Við kinkum kolli og allt samfélagið hreyfist saman til að varna því að faraldurinn verði að meiriháttar plágu. En hlýðninni eru takmörk sett. Við þurfum að muna að stjórnmálaflokkarnir eru fulltrúar ólíkra hugsjóna og standa vörð um ólíka hagsmuni. Við eigum sameiginlega hagsmuni sem lúta að heilsuvernd en þegar kemur að dreifingu gæða og byrða þurfum við alltaf að vera á verði gagnvart þeim öflum sem ekki vilja leggja sitt af mörkum til samfélagsins heldur vilja soga til sín meira en þeim ber …“

Sakar stjórnina um hugmyndastuld

Guðmundur Andri sakar einnig ríkisstjórnina um að hafa stolið breytingartillögum stjórnarandstöðunnar og gert að sínum:

„Þó að við í stjórnarandstöðu næðum að laga eitt og annað í meðförum þingsins – og forsætisráðherrann kynnti svo þær umbætur og lét í veðri vaka að þær væru frá meirihlutanum – þá sáum við ástæðu til að leggja fram ýtarlegar breytingartillögur um stóraukin framlög upp á 30 milljarða til velferðarmála, alls konar framkvæmda og rannsókna og annarrar sköpunar.“

Hann tekur dæmi:

„Meðal þess sem við tókumst á um í nefndastarfinu var átakið „Allir vinna“ – endurgreiðsla á virðisaukaskatti –  sem stjórnarmeirihlutinn vill að einskorðist að mestu við hefðbundnar karlagreinar. Samfylkingin barðist fyrir því í efnahags- og viðskiptanefnd að átakið næði einnig til iðngreina þar sem konur eru fjölmennar, eins og hárgreiðslu og hönnunar. Meirihlutinn brást við með því að bæta við bílaverkstæðum.“

Ríghaldið í valdið

Grein Guðmundar fjallar öðrum þræði um þá litlu samvinnu sem ríkisstjórnin hafði við stjórnarandstöðuna varðandi efnahagsaðgerðirnar gegn Covid-19 faraldrinum, en forystumenn stjórnarandstöðunnar hafa verið duglegir að fordæma forsætisráðherra fyrir að boða samstöðu í þjóðfélaginu, en standa síðan ekki við stóru orðin sjálf á þinginu:

„Hvað sem líður yfirlýsingum núverandi stjórnarflokka um breytt vinnubrögð ríkir hér enn gamli hugsunarhátturinn um valdið sem vinning. Samkvæmt honum eru kosningar eins og peningaspil. Lagt er undir með kosningaloforðum. Eftir kosningar ná einhverjir flokkar saman um að mynda ríkisstjórn (eða semja um það á laun fyrir kosningar) og teljast þá vera sigurvegarar, hvað sem líður eiginlegu fylgi – og hirða pottinn. Ná völdum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson

Óttar Guðmundsson skrifar: Sjálfstæðisflokkurinn og Jón Þorláksson
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann

Jón Guðni Ómarsson: Lánin óhagstæðari ef vextir eru festir út lánstímann
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár

Rósa sat sinn síðasta bæjarráðsfund og lagði fram tillögu sem hún hefur gengið með í 3-4 ár
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar

Sigurður Hólmar skrifar: Ísland sofandi á meðan heimurinn vaknar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar