fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Eyjan

Þegar Norður- og Austurlandi var lokað vegna inflúensufaraldurs

Egill Helgason
Mánudaginn 9. mars 2020 20:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mér var send þessi grein frá Grænlandi af öllum stöðum. Sigurjón Björnsson, sem er búsettur í Nuuk, sendi mér ljósrit af henni. Greinin er rituð af Steingrími Matthíassyni lækni – syni Matthíasar skálds – birtist 1920 í danska læknaritinu Hospitalstidende og er í henni rakinn framgangur spænsku veikinnar á Íslandi.

Í upphafi greinarinnar eru dregin fram aðalatriði. Fyrst er skýrt frá því að sóttin hafi verið bundin við sunnan- og vestanvert landið, enda var gripið til þess ráðs að loka leiðum norður í land.

Á Holtavörðuheiði var sett upp hlið og fólki ekki hleypt þar í gegn, og svo var fólki ekki hleypt yfir Jökulsá á Sólheimasandi – óbrúaðar árnar Suðurlandi voru líka náttúrulegur farartálmi.

Þetta olli því að Norðurland og Austurland sluppu við veikina – frá sjónarhóli faraldsfræði var þetta geysilega áhrifarík aðgerð. En við lifum auðvitað á öðrum tímum nú, með margháttuðum samgöngum og flutningum milli landa og innan landa.

Steingrímur segir frá því að áður en hin illvíga veiki náði tökum hafi verðið í umferð væg og ekki sérlega smitandi flensa.

En eftir að veikin var gengin yfir hafi pest aftur gert vart við sig, vægari sótt sem lagðist mjög á börn og breiddist frá höfuðborginni út um landið.

 

Steingrímur Matthíasson.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Landsbankinn lokar í Bolungarvík – Bæjarstjórinn með áhyggjur af gamla fólkinu

Landsbankinn lokar í Bolungarvík – Bæjarstjórinn með áhyggjur af gamla fólkinu
Eyjan
Í gær

„Hvers vegna þurfa erfingjarnir að greiða ríkinu fyrir gjöf frá foreldrum sínum?“

„Hvers vegna þurfa erfingjarnir að greiða ríkinu fyrir gjöf frá foreldrum sínum?“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Á þingpöllum: Gífuryrði gagnast engum

Á þingpöllum: Gífuryrði gagnast engum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðmundur ósáttur: „Hvaða erindi á þessi spurning í þáttinn?“

Guðmundur ósáttur: „Hvaða erindi á þessi spurning í þáttinn?“