fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Tæplega 25.000 umsóknir vegna minnkaðs starfshlutfalls -„Sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 31. mars 2020 17:57

Ásmundur Einar Daðason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við lok dags höfðu Vinnumálstofnun borist tæplega 25.000 umsóknir um atvinnuleysisbætur samhliða minnkuðu starfshlutfalli samkvæmt tilkynningu frá félagsmálaráðuneytinu.

Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 7,5 – 8% nú i mars en fari hækkandi og verði 12-13% í apríl og 11-12% í maí. Þá gerir stofnunin ráð fyrir að skráð atvinnuleysi fari lækkandi á tímabilinu maí til september, en búist er við að atvinnleysi aukist á ný í september og fram að áramótum í takt við hefðbundina árstíðarsveiflu. Spár Vinnumálastofnunar gera ráð fyrir að skráð atvinnuleysi verði að meðaltali 8% á árinu 2020.

Um helmingur umsókna hefur komið frá starfsemi tengdri ferðaþjónustu. Um 15% allra umsókna eru frá einstaklingum sem starfa við farþegaflutninga og tengda þjónustu, um 22% er frá starfsmönnum í gisti- og veitingaþjónustu og um 11% tengjast annari ferðaþjónustu. Þá koma 17% umsókna frá einstaklingum sem starfa innan atvinnugreina sem tengjast verslun og vöruflutningum og 11% frá þeim sem starfa við iðnað, byggingariðnað, sjávrútveg eða landbúnað.

Flestar eru umsóknirnar á höfuðborgarsvæðinu, eða tæplega 17.000. Um 3000 umsóknir hafa borist af Suðurnesjum og um 1750 á Suðurlandi.

 „Þessi mikli fjöldi umsókna sýnir að þessar aðgerðir sem við erum að grípa til eru að virka og markmiðið er að stuðla að því að vinnuveitendur haldi ráðningarsambandi við starfsmenn sína eins og unnt er. Við vitum að þetta er tímabundið ástand en við erum tilbúin til þess að bregðast frekar við ef þörf er á,”

segir Ásmundur Einar Daðason, félags-og barnamálaráðherra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun