fbpx
Mánudagur 25.maí 2020
Eyjan

Kallar eftir hagræðingu hjá hinu opinbera í kjölfar Covid 19 – „Viðbúið er að seilst verði í vasa skattgreiðenda“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 30. mars 2020 08:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hlupu margir upp til handa og fóta þegar Viðskiptaráð „dirfðist“ að krefjast hagræðingar í formi launaskerðingar og minnkun starfshlutfalls hjá opinberum starfsmönnum í síðustu viku, í umsögn sinni um fjáraukalög ríkisstjórnarinnar, vegna Covid-19.

Í Silfrinu var það útskýrt að sú hagræðing ætti ekki að ná til þeirra sem væru í fremstu víglínu í baráttunni gegn Covid-19, en af nægu væri að taka og sjálfsagt að ríkið sparaði einnig í sínum ranni.

Jón Þórisson, ritstjóri Fréttablaðsins, tekur undir þau sjónarmið í leiðara í dag:

„Einn er þó sá hópur vinnandi manna sem gengur að störfum sínum vísum, nær sama hvað á dynur. Það eru starfsmenn ríkis og sveitarfélaga. Hið opinbera er fyrirferðarmikið hér á landi og illa gengur að stemma stigu við auknum umsvifum þess þrátt fyrir margvísleg slagorð stjórnmálahreyfinga liðinna tíma,“

segir Jón og vísar til slagorðs Sjálfstæðisflokksins, Báknið burt.

Hann segir enga sérstaka lausn að krefjast breytinga við þær aðstæður sem nú eru uppi, það gæti gert illt verra:

„En það er ástæða til að velta því fyrir sér hvers vegna ekki eru sett fram áform um forgangsröðun og hagræðingu í rekstri hins opinbera, þegar útgjöld þess stökkbreytast með efnahagsaðgerðum ríkis og sveitarfélaga og búast má við að enn eigi eftir að auka þá íhlutun ef takast á að forða stórfelldu langtíma atvinnu-leysi hér. Viðbúið er að seilst verði í vasa skattgreiðenda þegar þessu fári slotar og álögur auknar til að mæta tekjutapinu og standa undir rekstri ríkis og sveitarfélaga.“

Þarf að draga saman seglin

Jón tekur fram að orð hans séu þó ekki skrifuð með andúð í garð starfa hins opinbera í huga:

„En kjarabarátta opinberra starfsmanna hefur meðal annars falist í kröfu um að deila kjörum með starfsmönnum á almennum vinnumarkaði. Sá reginmunur er þó á að opinberir starfsmenn búa við margfalt starfsöryggi á við aðra. Það sýnir sig best um þessar mundir. Á komandi misserum hlýtur því að verða velt upp hvort ekki sé ástæða til að draga saman seglin í opinberum rekstri. Búast má við að samdrátturinn í efnahagslífinu vari um nokkurra missera skeið og hlýtur að hafa sín áhrif á verkefni hins opinbera, þó þess gæti síður í bráðnauðsynlegum verkefnum mennta- og heilbrigðiskerfis, umönnun og félagslegum stuðningi, svo dæmi séu tekin.“

Báknið blásið út

Jón nefnir að hér á landi séu um 160 opinberar stofnanir og þar hljóti að mega sameina einhverjar þeirra. Áður en kórónuveiran varð að verulegu vandamáli, var umræðan í þjóðfélaginu á þá leið að báknið hefði blásið út á undanförnum árum.

Til dæmis hefur nefndum, ráðum og stjórnum íslenska ríkisins fjölgað um 10% frá því árið 2017, eða úr 603 í 665.

Þeim hafði í raun fækkað frá aldamótum, en árið 2000 voru þær alls 910 talsins og fækkaði því um 33.7% til ársins 2017.

Opinberum starfsmönnum hefur hinsvegar fjölgað umfram starfsfólk á opinberum markaði. Starfsmenn ríkisins eru nú um 21 þúsund talsins, þó stöðugildin séu eitthvað færri, þar sem margir eru í hlutastörfum.

Alls starfa um 180 þúsund manns á íslenskum vinnumarkaði og eru því opinberir starfsmenn um 12% starfandi fólks í landinu.

Milli áranna 1998 og 2002 fjölgaði starfsfólki hins opinbera um 17% meðan að 8% fjölgun varð í einkageiranum.

Samkvæmt Hagstofu Íslands fjölgaði starfsmönnum hins opinbera um 38% frá árinu 2000 -2008, eða fram að hinu „svokallaða“ hruni. Til samanburðar fjölgaði störfum á almennum vinnumarkaði um sjö prósent á sama tíma.

Sjálfstæðisflokkurinn var á þessum árum í ríkisstjórn, í forsæti Davíðs Oddsonar og Geirs H. Haarde, en þeir eru einmitt þeir sömu og börðust gegn „bákninu“ hér í den tid.

Frá árinu 2000 -2018 hefur opinberum starfsmönnum fjölgað um 55%, en 18% á almennum vinnumarkaði. Þannig jókst vægi hins opinbera á vinnumarkaði úr 24% í 29%.

Þá hafa útgjöld hins opinbera aukist um 80% að raungildi frá aldamótum, eða sem nemur 43%á hvern landsmann.

Sjá nánar: Báknið blæs út:Mikil fjölgun starfsmanna, nefnda, ráða og stjórna hjá ríkinu

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum

Telja frumvarp forsætisráðherra brjóta gegn stjórnarskránni og EES-samningnum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Börn Steingríms hafa leynt fyrir honum aðkastinu

Börn Steingríms hafa leynt fyrir honum aðkastinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framlag ríkisins til aðgerðaráætlunar fyrir Suðurnesin alls 250 milljónir

Framlag ríkisins til aðgerðaráætlunar fyrir Suðurnesin alls 250 milljónir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Brynjar vísar ásökunum um leti á bug – „Ég er í liði – Einkaflipp eru ekki vel séð“

Brynjar vísar ásökunum um leti á bug – „Ég er í liði – Einkaflipp eru ekki vel séð“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ekki fleiri monthús í miðbæinn

Ekki fleiri monthús í miðbæinn
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kallað eftir ofursköttum vegna „sumargjafar“ Samherja

Kallað eftir ofursköttum vegna „sumargjafar“ Samherja
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ragnar Þór vill bjarga Icelandair – „Er þetta virkilega leiðin sem við viljum fara?“

Ragnar Þór vill bjarga Icelandair – „Er þetta virkilega leiðin sem við viljum fara?“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Óvissa með níu milljarða skuld Icelandair

Óvissa með níu milljarða skuld Icelandair