fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Eyjan

Arndís Soffía skipuð sýslumaður í Vestmannaeyjum

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 26. mars 2020 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að skipa Arndísi Soffíu Sigurðardóttur sýslumanns í Vestmannaeyjum frá 1. apríl næstkomandi. Hún var metin hæfust umsækjenda til að gegna starfinu en alls fimm sóttu um starfið, allt konur:

  • Sæunn Magnúsdóttir – staðgengill sýslumannsins í Vestmannaeyjum
  • Aníta Óðinsdóttir – Lögmaður
  • Arndís Soffía Sigurðardóttir – staðgengill sýslumannsins á Suðurlandi
  • Guðbjörg Anna Bergsdóttir – Lögmaður
  • Ragnheiður Jónsdóttir – Lögmaður

Arndís Soffía er lögfræðingur með lögreglumenntun og hefur auk þess sótt sér menntun í afbrotafræði. Hún á að baki starfsferli innan lögreglu og sem fulltrúi sýslumanns og nú síðast staðgengill sýslumannsins á Suðurlandi.

Að undanförnu hefur verið unnið að því að flytja aukin verkefni til embættisins, með það að markmiði að efla embættið í Vestmannaeyjum, og mun Arndís meðal annars koma að innleiðingu þeirra verkefna.

Stafstöð sýslumannsins er í Vestmannaeyjum og mun Arndís Soffía flytjast þangað búferlum ásamt fjölskyldu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni

Grace skrifar: Frá Íslandi til umheimsins – Gracelandic, saga þrautseigju og sjálfbærni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Ríkið, það er ég

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Ríkið, það er ég
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hreinsanir í borgarstjórn – konur áfram í valdastöðum

Orðið á götunni: Hreinsanir í borgarstjórn – konur áfram í valdastöðum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“

Björn Jón skrifar: „Þorðu að vera þjóðrækinn“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn með Gallupkönnun um fylgi við mögulega oddvita

Orðið á götunni: Sjálfstæðismenn með Gallupkönnun um fylgi við mögulega oddvita
Eyjan
Fyrir 1 viku

Snorri býður sig fram til varaformanns

Snorri býður sig fram til varaformanns