fbpx
Föstudagur 29.maí 2020
Eyjan

Íslenskir fangar í kórónufaraldri- „Hefur gríðarleg áhrif á geðheilsu“ – Óska eftir leikjatölvum til að létta lundina

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 24. mars 2020 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Leynist ónotuð leikjatölva á þínu heimili?“ spyr Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi í tilkynningu sem send er á fjölmiðla. Hann segir um ákall að ræða vegna aðstæðna í fangelsum landsins, en þar eru fangar nú einangraðir í meiri mæli en áður, vegna Covid-19:

„Í fangelsum landsins er staðan þannig þessa dagana að lítið sem ekkert er um að vera. Öll starfsemi hefur verið skorin niður til þess að vernda þá sem afplána dóma sína en kostnaðurinn við þær aðgerðir er sá að fangar eru meira og minna einir inni á klefum sínum, mestan hluta sólarhringsins. Þetta hefur gríðarleg áhrif á geðheilsu fanga og rannsóknir sýnt að einangrun hefur miklar líkamlegar, tilfinningalegar, andlegar og hugrænar afleiðingar.“

segir Þóroddur en nýlega hefur verið skorið niður í fagþjónustu fyrir fanga, þvert á gefin loforð.

Sjá nánar: Föngum var lofað bótum og betrun í fyrra en nú er fagfólki fækkað vegna hagræðingar- „Færri fagmenn en betri fangar?“

Tölvuleikir gagnast geðheilsunni

Guðmundur minnist á skilaboð ítalsks bæjarstjóra á dögunum, sem sagði fólki að halda sig heima og spila tölvuleiki í útgöngubanninu:

„Fleiri ráðamenn hafa gert slíkt hið sama og dagblöð á borð við New York Times og Guardian nýverið birt umfjallanir um gagnsemi tölvuleikja á meðan COVID-19 veiran er á sveimi. Þar kom fram að tölvuleikir geti verið skemmtilegir, þeir veiti ánægju en ekki síst huggun á þessum erfiðu tímum, jafnt fullorðnum og börnum,“

segir Þóroddur og biðlar til almennings um að aðstoða fanga við slíka afþreyingu:

„Þrátt fyrir að margir hverjir hafi þeir leikjatölvu til að grípa í eru ekki allir fangar svo lánsamir og hafa því gott sem ekkert við að vera og enginn veit hversu lengi. Afstaða óskar af þessum ástæðum liðsinnis almennings og fyrirtækja, en á mörgum heimilum leynast leikjatölvur sem standa ónotaðar. Þessar leikjatölvur gætu gert kraftaverk þegar kemur að andlegri heilsu fanga um þessar mundir. Ekki skiptir máli hvort leikjatölvurnar séu nýjar eða gamlar, hvort þeim fylgja margir eða fáir leikir. Ef þær virka þá munu þær nýtast í fangelsum landsins.“

Geti einhver látið leikjatölvu af hendi rakna má hafa samband í síma 789-0717, í netfangið formadur@afstada.is eða í gegnum samfélagsmiðla Afstöðu.

Hægt er að koma tölvunum til félagsins en jafnframt stendur til boða að þær verði sóttar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Eyjan
Í gær

Vilja skapa 200 störf – Viðbótarfjárfestingar allt að sex milljarðar

Vilja skapa 200 störf – Viðbótarfjárfestingar allt að sex milljarðar
Eyjan
Í gær

Landsvirkjun boðar nýjung í framleiðslu sinni – „Enn fátíð í heiminum“

Landsvirkjun boðar nýjung í framleiðslu sinni – „Enn fátíð í heiminum“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kristján Þór óvinsælasti ráðherrann samkvæmt Gallup

Kristján Þór óvinsælasti ráðherrann samkvæmt Gallup
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vigdís ósátt: „Þessi tillaga snýst um að hægt verði að bjarga mannslífum“

Vigdís ósátt: „Þessi tillaga snýst um að hægt verði að bjarga mannslífum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV

Baráttan um Bessastaði – Óvænt úrslit í netkönnun DV
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“

Telur hugmynd stjórnvalda vonda -„Má spyrja sig hvort það sé til lengdar skyn­sam­legt“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hefst í dag
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV

Guðmundur segist eiga stóra vopnageymslu af upplýsingum um starfsmenn RÚV