fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Föngum var lofað bótum og betrun í fyrra en nú er fagfólki fækkað vegna hagræðingar- „Færri fagmenn en betri fangar?“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 3. mars 2020 16:30

Guðmundur Ingi Þóroddsson er formaður Afstöðu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Fáum við í alvöru betra fólk út úr fangelsunum með því að fækka fagmönnum sem starfa við þau?“ spyr Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi í aðsendri grein á Vísi í dag er nefnist Færri fagmenn en betri fangar?

Tilefnið er að einn sálfræðinga Fangelsismálastofnunar hefur sagt upp störfum og segir Guðmundur það staðfest að enginn verði ráðinn í hans stað, þrátt fyrir fögur fyrirheit stjórnvalda um að efla til muna geðheilbrigðisþjónustu fanga:

„Á sama tíma fékk einn félagsráðgjafi ekki áframhaldandi ráðningu. Fækkun í starfsliði Fangelsismálastofnunar kemur til vegna hagræðingarkröfu dómsmálaráðuneytis og eftir standa tveir sálfræðingar á skrifstofu Fangelsismálastofnunar og einn sálfræðingur í stöðu meðferðarfulltrúa í fangelsinu að Litla-Hrauni, og þá eru tveir félagsfræðingar með aðsetur á Seltjarnarnesi.“

Guðmundur vitnar síðan  í orð dómsmálaráðherra sem sagði fyrir þremur mánuðum:

„Með aðstoð fagmanna fáum við betra fólk út úr fangelsunum en gekk þangað inn.“

Hann rifjar einnig upp orð Páls Winkels, fangelsismálastjóra þegar tilkynnt var um stofnun þverfaglegs geðheilbrigðisteymis fanga fyrir þremur mánuðum:

„Þetta mun koma íslenska fangelsiskerfinu endanlega inn í 21. öldina.“

Brugðist við kolsvartri skýrslu

Í fyrra blés ríkisstjórnin í herlúðra þegar tilkynnt var um að heilbrigðisþjónusta og sálfræðiþjónusta fanga yrði stórbætt í kjölfar kolsvartrar skýrslu pyntingarvarnarnefndar Evrópuráðsins.

Alls þrír sálfræðingar höfðu fram að því sinnt öllum föngum hér á landi undanfarin ár en enginn geðlæknir hefur starfað í íslensku fangelsi síðan árið 2013:

„Pyntinganefnd Evrópuráðsins gagnrýndi ástandið í geðheilbrigðismálum fanga harðlega í skýrslu eftir heimsókn sína til Íslands snemma í fyrra og er geðheilbrigðisteymið sem áður var nefnt svar við þeirri gagnrýni. Í aðgerðaráætlun stjórnvalda vegna skýrslu Pyntinganefndarinnar segir geðheilbrigðisteymið muni starfa við hlið og í nánu daglegu samstarfi við sálfræðinga og félagsráðgjafa Fangelsismálastofnunar. Í sömu aðgerðaráætlun stjórnvalda var lögð áhersla á að hugað verði sérstaklega að meðferðaráætlun fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar og að gera þurfi skýran greinarmun á því þeirri áætlun og áhættumati sem sálfræðingar Fangelsismálastofnunar framkvæma og svo þeirri sérhæfðu heilbrigðisþjónustu sem geðheilsuteymið mun sinna,“

segir Guðmundur og spyr hvernig fara eigi að því að gera betur þegar verið sé að fækka fagfólki:

  1. Hvernig hyggst Fangelsismálastofnun framkvæma sálfræðilegt áhættumat á föngum þegar það var ekki hægt sómasamlega á meðan starfandi sálfræðingar voru fjórir?
  2. Hvernig ætlar Fangelsismálastofnun að leggja áherslu á inntöku og þjónustumat fyrir hvern fanga sem kemur til afplánunar með fækkun sálfræðinga og félagsráðgjafa?
  3. Hvernig mun Fangelsismálastofnun leysa úr fjölmörgum félagslegum vandamálum skjólstæðinga sinna þegar það var vart hægt með fleiri félagsráðgjöfum?
  4. Ætlar Fangelsismálastofnun sér að hagræða í rekstri með því að færa málefni sálfræðinga sinna og félagsráðgjafa á herðar geðheilbrigðisteymis sem hefur með höndum allt önnur og sérhæfð verkefni?
  5. Fáum við í alvöru betra fólk út úr fangelsunum með því að fækka fagmönnum sem starfa við þau?

Föngum lofað bótum og betrun

Heilbrigðisráðherra lofaði því í desember að geðheilbrigðisþjónusta fanga hér á landi yrði með því besta í heimi:

„Með auknum fjármunum og því skipulagi sem hér hefur verið ákveðið munum við færa geðheilbrigðisþjónustu í íslenskum fangelsum til þess sem best þekkist. Þessi niðurstaða er afrakstur metnaðarfullrar samvinnu heilbrigðis- og dómsmálaráðuneyta undanfarna mánuði þar sem kapp hefur verið lagt á að koma þessari þjónustu í horf sem er ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af,“

sagði Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í desember þegar samningur var undirritaður við Sjúkratrygginga Íslands og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Framlög til heilbrigðisþjónustu við fanga voru aukin umtalsvert í fyrra, þegar 55 milljónir voru eyrnamerktar í geðheilbrigðisþjónustu fanga og aðrar 70 fyrir árið 2020, en talið er að allt að 75% fanga hér á landi glími við geðheilbrigðisvandamál.

Sjá einnig:Fangar fá loksins geðheilbrigðisþjónustu – „Ekki aðeins viðunandi, heldur þannig að við getum verið stolt af“

Sjá einnig: Heilbrigðisþjónusta íslenskra fanga efld til muna eftir athugasemdir pyntingarvarnanefndar Evrópuráðsins

Sjá einnig: Enginn sálfræðingur heimsótt fangelsið frá árinu 2015

Sjá einnig: „Fangelsin okkar eru geymsla“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að

Segja tillögu Einars fela í sér „afarkjör“ og hafa verið laumað að
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“

„Vilt ekki að það sé eitt barn í fjölskyldunni sem er vanrækt á kostnað hinna“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega

Guðjón Auðunsson: Áhyggjur af því að áhrif vaxtahækkana eigi eftir að bíta almenning alvarlega