fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Eyjan

Stjórnvöld koma til móts við vinnumarkaðinn – Frumvarp Ásmundar samþykkt

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 20. mars 2020 16:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt í þessu samþykkti Alþingi frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félags- og barnamálaráðherra um rétt til greiðslu atvinnuleysisbóta samhliða minnkuðu starfshlutfalli vegna tímabundins samdráttar í starfsemi vinnuveitanda vegna Covid-19.

Meginatriði frumvarpsins eru eftirfarandi:

  • Allt að 75% hlutabætur – Atvinnuleysisbætur greiddar samhliða minnkuðu starfshlutfalli koma ekki til skerðingar á fjárhæð atvinnuleysisbóta enda hafi starfshlutfallið lækkað um 20% hið minnsta en þó ekki neðar en í 25%. Atvinnurekanda er óheimilt að krefjast vinnuframlags umfram nýja starfshlutfallið.
  • Allt að 90% heildarlauna – Greiðslur atvinnuleysisbóta skulu nema hámarki tekjutengdra atvinnuleysisbóta í réttu hlutfalli við hið skerta starfshlutfall. Laun frá vinnuveitanda og greiðslur atvinnuleysisbóta samanlagt geta þó aldrei numið hærri fjárhæð en 90% af meðaltali heildarlauna launamanns miðað við þriggja mánaða tímabil áður en launamaður missti starf sitt að hluta.
  • Þak á samanlagðar bætur og laun 700.000 kr. – Laun frá vinnuveitanda fyrir hið minnkaða starfshlutfall og atvinnuleysisbætur geta samanlagt aldrei numið hærri fjárhæð en 700.000 kr. á mánuði.
  • Laun allt að 400.000 kr. að fullu tryggð – Einstaklingar með 400.000 kr. eða minna í laun á mánuði geta fengið greidd 100% af meðaltali launa.
  • Námsmenn eiga möguleika á hlutabótum – Námsmenn geta átt rétt á bótum samkvæmt frumvarpinu enda uppfylli þeir að öðru leyti skilyrði ákvæðisins.
  • Gildistími – Ákvæði þessi gilda frá og með 15. mars til og með 31. maí 2020. Þegar nær dregur 31. maí 2020 verður úrræðið endurmetið.

Taflan sýnir samspil launa og atvinnuleysisbóta hjá einstaklingi í 100% starfshlutfalli.

Jafnframt er kveðið á um að sjálfstætt starfandi einstaklingar geti nýtt sér þetta úrræði enda hafi þeir tilkynnt skattayfirvöldum um verulegan samdrátt sem leiðir til tímabundinnar stöðvunar á rekstri.

Samkvæmt kostnaðarmati er áætlað að þetta úrræði geti kostað atvinnuleysistryggingasjóð um 13 milljarða króna.

„Afgreiðsla Alþingis á frumvarpinu er stórt skref í að mæta þeim fordæmalausu aðstæðum sem nú eru uppi á íslenskum vinnumarkaði. Ég hvet atvinnurekendur að minnka frekar starfshlutfall starfsfólks tímabundið í stað þess að grípa til uppsagna. Ef farin verður þessi leið verður viðspyrnan miklu snarpari og kraftmeiri þegar birta tekur á ný.“, segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra.

Breyting á lögum um Ábyrgðarsjóð launa

Þurfi launamaður að sækja greiðslur á grundvelli laga um Ábyrgðarsjóð launa skal miða við vinnulaun hans fyrir síðustu þrjá starfsmánuði í þjónustu vinnuveitanda áður en starfshlutfall var minnkað vegna samdráttar í starfsemi vinnuveitandans vegna sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði. Breytingin skal gilda um kröfur launamanna sem minnka starfshlutfall sitt frá 15. mars til og með 31. maí nk. vegna samdráttar í starfsemi vinnuveitanda sem rekja má til sérstakra aðstæðna á vinnumarkaði. Launamaður sem verður í þeirri stöðu að starfshlutfall hans er skert innan við þremur mánuðum fyrir gjaldþrot vinnuveitanda hans mun því eiga rétt á kröfu í Ábyrgðarsjóð launa miðað við fullt starfshlutfall eigi þær ástæður við sem fjallað er um í breytingunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Í gær

Útilokar ekki að kæra Dóru – „Ég er algjörlega saklaus“

Útilokar ekki að kæra Dóru – „Ég er algjörlega saklaus“
Eyjan
Í gær

Bolli Kristins í 17 tæklar Dag B. í heilsíðu auglýsingu – „Borgarstjórann burt“

Bolli Kristins í 17 tæklar Dag B. í heilsíðu auglýsingu – „Borgarstjórann burt“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Formaður Ung VG: „Ég er vonsvikin með mitt fólk í dag“

Formaður Ung VG: „Ég er vonsvikin með mitt fólk í dag“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Kolbrún segir að Dóra hati Eyþór – „Maður gapti bara og henni var leyft að bulla áfram“

Kolbrún segir að Dóra hati Eyþór – „Maður gapti bara og henni var leyft að bulla áfram“