fbpx
Föstudagur 14.ágúst 2020
Eyjan

Stjörnustrokinn með Bessa Bjarnasyni í Heiðmörk

Egill Helgason
Laugardaginn 8. febrúar 2020 14:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þetta er dásamlegt myndband sem Skógræktarfélag Reykjavíkur setti á vefinn. Hér er sagt frá stofnun Heiðmerkur fyrir sjötíu árum. Þetta svæði fyrir ofan Reykjavík var þá girt af, hafin mikil skógrækt – skógræktarhugsjónin brann þá heitt – eins og segir í myndinni var félögum úthlutað skógræktarreitum í Heiðmörk, það voru kallaðar landnemaspildur, og komu þar að stéttarfélög,  átthagafélög, sjálfur man ég sérstaklega eftir reit Nordmannslaget, félagi Norðmanna á Íslandi, en svo var þarna líka Kvenfélag sósíalista og Heimdallur, félag ungra Sjálfstæðismanna.

Heiðmörk var vígð 20. júní 1950, við sjáum þarna Gunnar Thoroddsen borgarstjóra í ræðustóli. Ég man auðvitað ekki eftir Gunnari sem borgarstjóra, en hef á tilfinningunni að hann hafi verið nokkuð farsæll í starfinu.

Sjálfur á ég margar minningar úr Heiðmörk eins og margir af minni kynslóð. Ég fór þangað oft með foreldrum mínum, þá var náttúrlega bílakosturinn minni og vegirnir lakari, auðveldara að fara bara upp í Heiðmörk en að bruna lengst burt.  Það var farið í berjamó í Heiðmörk. Mér fannst þetta alltaf yndislegur staður, enda var trjágróðurinn þá tekinn að stækka. Einnig var farið með skólabörn í skógræktarferðir í Heiðmörk, ég man eftir að hafa farið þangað með krökkum úr skólagörðunum og nesti í tösku.

Stærsta stundin í Heiðmörk var þó þegar við fórum þangað í lautarferð en Bessi Bjarnason leikari var í næstu laut. Engan mann dáði ég jafn ákaft sem barn og Bessa Bjarnason. Hann lék Mikka ref í dýrunum í Hálsaskógi. Ég var ekki sérlega hugaður sem barn og fyrst þegar ég sá barnaleikritið vinsæla varð mamma að fara með mig heim sökum þess að ég var svo hræddur við Mikka ref. Hún gafst ekki upp, fór með mig aftur í Þjóðleikhúsið og þá fékk ég að hitta refinn fyrir sýningu. Þetta varð mín sterkasta leikhússupplifun fyrr og síðar – og ég lærði leikritið nánast utanbókar.

En Bessi var semsagt þarna í Heiðmörk þennan dag, var afskaplega almennilegur, ég man ekki betur en hann hafi sparkað í boltann sem ég var með. Ég hef aldrei fyrr eða síðar verið svo starstruck.

Horfið endilega á þessa skemmtilegu mynd., Á þessum tíma voru sama og engin tré á suðvesturhorninu. Margir töldu að þau gætu varla þrifist. Önnur hefur sannarlega orðið raunin. Heiðmörk varð meðal annars fyrir valinu vegna þess að þar voru leifar af gömlum skógi. Mér finnst ég hafa heyrt að nafnið Heiðmörk hafi verið valið að uppástungu Sigurðar Nordal prófessors,  það kann að vera misminni, en Heiðmörk er auðvitað nafnið á fylki í austanverðum Noregi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Óraunhæft að loka landamærum og ósanngjarnt að kenna ferðaþjónustunni um – Veiran komin til að vera

Óraunhæft að loka landamærum og ósanngjarnt að kenna ferðaþjónustunni um – Veiran komin til að vera
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Leynileg upptaka Samherja af Helga Seljan verður opinberuð – „Þú mátt ekki segja þeim frá þessu“

Leynileg upptaka Samherja af Helga Seljan verður opinberuð – „Þú mátt ekki segja þeim frá þessu“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur hjólar í Sigmund – Líkir honum við stuðningsmenn Trump sem neita að nota grímu

Guðmundur hjólar í Sigmund – Líkir honum við stuðningsmenn Trump sem neita að nota grímu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Borgin verður krafin svara vegna brúarklúðursins: „Efla hf.er stór viðskiptavinur borgarinnar“

Borgin verður krafin svara vegna brúarklúðursins: „Efla hf.er stór viðskiptavinur borgarinnar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Samherji hafnar ásökunum um arðrán

Samherji hafnar ásökunum um arðrán
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Allir dagar eiga að vera Hinsegin dagar“

„Allir dagar eiga að vera Hinsegin dagar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“

Guðmundur Franklin opnar á þingframboð – „Tígrisdýrin breyta ekki röndunum á sér.“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ísland reiðubúið að styðja Líbanon eftir sprenginguna í Beirút

Ísland reiðubúið að styðja Líbanon eftir sprenginguna í Beirút