fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Eyjan

Segir það „sögulegan ómöguleika“ að halda kjafti – „Aðeins tvennt hefði getað komið í veg fyrir verkföll“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 3. febrúar 2020 16:00

Sólveig Anna Jónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur staðið í ströngu undanfarið vegna kjaradeilunnar við Reykjavíkurborg, en verkfall hefst á hádegi á morgun.

Sólveig og Efling  hafa verið harðlega gagnrýnd, bæði frá vinstri og hægri, fyrir kröfugerð sína, sem er sögð fjarstæðukennd, ógn við stöðugleikann og valda launaskriði, sem og fyrir baráttuaðferðirnar, en þær eru sagðar hræða fræðimenn frá því að þora að tjá sig um kjaramál í fjölmiðlum þar sem Efling hjóli alltaf í manninn, en ekki boltann. Það er, ráðist að persónu fólks í stað þess að fjalla um málefnið.

Tvennt hefði komið í veg fyrir verkföll

Sólveig skrifar pistil á Facebook í dag hvar hún lætur gagnrýnendur sem og viðsemjendur Eflingar finna til tevatnsins. Hún nefnir hvað hefði getað komið í veg fyrir verkföll:

„Aðeins tvennt hefði getað komið í veg fyrir verkföll í borginni. Að við héldum áfram að halda kjafti og vinna eða að borgaryfirvöld príluðu niður úr turninum sem þau dvelja í til að mæta kröfum okkar af réttlæti og sanngirni,“

segir Sólveig Anna.

Sögulegur ómöguleiki

Sólveig tekur sér tungutak Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra, til munns, sem á sínum tíma sagði það pólitískan ómöguleika að standa við kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins um þjóðaratkvæðisgreiðslu vegna inngönguviðræðna við Evrópusambandið.

Hún segir það sögulegan ómöguleika að halda áfram að halda kjafti:

„Hið fyrra er sögulegur ómöguleiki á þessari stundu. Hið síðara greinilega líka; hrörnun hugsjóna jafnaðarmennskunnar er svo langt gengin að fólk með áratuga reynslu af stjórnmálum getur talið sjálfu sér trú um að því komi kjaramál ekki við.“

Vinstrimenn fá það óþvegið

Sólveig segir sem fyrr að viðbrögðin við kröfum Eflingar séu fyrirsjáanleg, en þau séu samt ömurleg og vitnar hún meðal annars  í gagnrýni frá borgarstjóra, Þresti Ólafssyni hagfræðingi og Birni Leví Gunnarssyni, þingmanns Pírata, sem hafa verið áberandi undanfarna daga:

„Aldraðir stjórar innan úr hreyfingu vinnandi fólks á Íslandi stíga fram og segja af mikilli alvöru: „Það þurfa alltaf einhverjar konur að vera á botninum og því er ekki hægt að verða við kröfum ykkar“. Menn sem að kenna sig við norræna jafnaðarmennsku, menn sem eru uppteknir við metnaðarfullar uppbyggingar á íþróttamannvirkjum, knattspyrnustúkum og keppnisvöllum, Bio-Dome og endurgerð Hlemmtorgs kinka kolli alvörugefnir: „Nú er þó allt of langt gengið, skilja þessar konur ekki að við einfaldlega getum ekki skipt okkur neitt af þeim eða tilveru þeirra?“. Menn sem að kenna sig við gagnrýna hugsun segjast alltaf hafa stutt baráttu láglaunakonunnar en bara ekki núna, sökum þeirra aðferða sem beitt er. „Þegar hún getur loksins náð árangri blessunin, orðin herská og reið, ofbýður okkur einfaldlega hasarinn“.

Halldór efst í hrúgunni

Sólveig minnist einnig á Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins:

„Allir þvo hendur sínar af því að bera ábyrgð á afkomu láglaunakonunnar á íslenskum vinnumarkaði. En hún skal þó á endanum bera ábyrgð á öllu. Höfrungahlaupi, verðbólgu, gengishruni; láglaunkonan er eins og hræðileg mara, ógæfa Íslands. Framkvæmdarstjóri SA, staðsettur efst á hrúgu efnislegra gæða, brjálast. „Framganga Eflingar eru svik við hagsmuni yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar“. Hagsmunir yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar eru að láglaunakonan haldi áfram að samþykkja að hún sé einskis virði. Allt annað er vanvirðing við Lífskjarasamninginn.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn