fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Ólafur kemur Einari til varnar og baunar á Gunnar Smára og Ingu Sæland – „Dæmigerð vísinda-fyrirlitning lýðhyggjufólks“

Ritstjórn Eyjunnar
Laugardaginn 29. febrúar 2020 12:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þorsteinsson, fréttamaður RÚV, var gagnrýndur á samfélagsmiðlum eftir Kastljósviðtal hans við Ingu Sæland í vikunni, formann Flokks fólksins, en þar var hart tekist á um hugmynd Ingu um hvernig takast ætti við Covid-19 veiruna hér á landi.

Virtist fara fyrir brjóstið á sumum að fréttamaður hefði spurt formann stjórnmálaflokks gagnrýnna spurninga um málefni sem viðkomandi stjórnmálamaður hafði lýst yfir að hann hefði ekkert vit á, en samt talið í lagi að tjá sig fjálglega um á samfélagsmiðlum í gagnrýni sinni á stjórnvöld.

Hafði Inga áður lýst því yfir að hún vildi setja alla Íslendinga sem sneru heim frá Tenerife í sóttkví í Egilshöll, en sú hugmynd var fljótlega skotin í kaf af sérfræðingum á sviði sóttvarna, þar á meðal sóttvarnalækni, enda myndi slík aðferð gulltryggja að enn fleiri myndu smitast af veirunni en ella.

Stór orð hafa verið látin falla um framgöngu Einars, ekki síst úr munni Gunnars Smára Egilssonar, fjölmiðlamanns og sósíalistaforingja, sem taldi Einar ganga erinda Sjálfstæðisflokksins í starfi sínu sem fréttamaður, fyrir að spyrja Ingu gagnrýnna spurninga um málið.

Sjá einnig: Anna á Tenerife valtar yfir hugmynd Ingu Sæland – Segir hana arfavitlausa – „Gleymdu þessu“
Sjá einnig: Gunnar Smári segir Einar hafa enga sómakennd og Eiríkur tekur undir:„Sleikir rassinn á valdinu“

Margir hefðu gengið lengra

Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðiprófessor í Háskóla Íslands, er meðal þeirra sem kemur Einari til varnar:

„Staðan er þessi: Formaður stjórnmálaflokks gagnrýnir heilsuvarnir stjórnvalda í alvarlegu máli. Segist raunar ekkert vita um veirur og veiruvarnir, en sóttvarnalæknir viti ekkert meira – enda sé veiran ný. Dæmigerð vísinda-fyrirlitning lýðhyggjufólks. Vill setja upp sóttkví í Egilshöll – án nokkurra athugana á því hvort það sé vænlegur kostur. Held að stjórnmálaforingi sem hefði sett fram svona skoðanir í nágrannalöndum hefði fengið alvöru „grillun“ í sjónvarpi. En Einar Þorsteinsson var kurteisin ein og ljúfmennskan. Margir breskir kollegar hans hefðu gengið lengra.“

Ólafur telur síðan að gagnrýni Gunnars Smára sé ómálefnaleg, þar sem hann fari í manninn, en ekki málefnið:

„Sé að vinur minn, Gunnar Smári, er stundum að rifja upp að fyrir áratugum var Einar var víst formaður ungra sjálfstæðismanna í lókal félagi. Fer í manninn en ekki boltann. Stimplun er víst orðið um þetta í félagsfræði. Mér er alveg sama um hvað Einar og Gunnar Smári sögðu og hugsuðu í gamla daga. Mér finnst skipta máli hvað þeir segja og gera hér og nú.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2