fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Fimm milljóna kostnaður verður að 105 í Árborg – „Sama óráðsía og í borgarstjórn“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 09:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Endurbætur á ráðhúsinu í Árborg áttu upphaflega að kosta fimm milljónir, en framkvæmdir munu enda í 105 milljónum. Bæjarfulltrúar hafa óskað eftir skýringum og óháðri úttekt, en verkið var ekki boðið út þar sem það var talið vera innan útboðsreglna. Fréttablaðið greinir frá.

Endurbæturnar hófust í fyrra, en Sjálfstæðisflokkurinn, sem er í minnihluta, vill skoða hvort öllum útboðsreglum hafi verið fylgt og hvort farið hafi verið eftir ákvæðum sveitarstjórnarlaga um valdmörk, en það var arkitektastofan Plan 21 sem var með verkið á sinni könnu.

Upphaflega stóð til undir lok árs 2018 að skipta um gólfdúk og gera úrbætur á bókasafninu sem er í sama húsnæði og ráðhúsið Selfossi. Gert er ráð fyrir að 40 milljónir þurfi til að klára verkið, sem endar þá í 105 milljónum, en aðrar framkvæmdir hafa bæst við og er aukinn kostnaður sagður vegna hönnunar, smíðavinnu, gólfvinnu, raflagna, innréttinga, uppsetningu, húsgagna og annars tilfallandi. Viðauki við fjárhagsáætlun var samþykktur í september upp á 39 milljónir, sem dugði þó ekki til vegna útgjaldanna við verkið það árið.

Óráðsía

Í byrjun febrúar kom fram í svari við fyrirspurn minnihlutans, að kostnaðurinn hefði verið kominn í 65 milljónir árið 2019:

„Þetta er komið í 85 núna og á eftir að fara yfir 100, því það á eftir að taka alla efri hæðina og fleira. Þetta er sama óráðsía og í borgarstjórn Reykjavíkur,“

segir Gunnar Egilsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins og vitnar til fjölmargra framúrkeyrsluverkefna Reykjavíkurborgar á kjörtímabilinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus