fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Eyjan

Kolbrún um „versta minnihluta“ sögunnar – „Hópur vælukjóa sem gagga við minnsta tilefni“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sérkennilegur björgunarleiðangur hefur í nokkurn tíma farið fram með hávaðalátum undir kjörorðinu: Björgum miðbænum! Þarna er um að ræða aðgerðahóp sem fer mikinn í tíma og ótíma í öllum þeim fjölmiðlum sem honum tekst að troða sér í,“

segir Kolbrún Bergþórsdóttir í leiðara Fréttablaðsins hvar hún hallmælir minnihlutanum í borgarstjórn og Bolla Kristinssyni, athafnamanni, sem talað hefur gegn áformum borgarinnar um að minnka bílaumferð og gera miðbæinn að heilsárs göngugötum. Segir hún um frekjukast að ræða hjá Bolla og skoðanasystkinum hans.

Bolli skrifar einmitt í Morgunblaðið í dag um málið, hvar hann gagnrýnir borgarstjóra harðlega.

Sjá nánar: Bolli sakar Dag um hroka:Segir að stöðva verði árásirnar áður en miðbærinn deyr endanlega

Frekjukast vælukjóa

Kolbrún nefnir gremju hinna bílelskandi vegna þessara áforma Reykjavíkurborgar um að minnka bílaumferð:

„…sem taka hvert frekjukastið á fætur öðru í fjölmiðlum. Einn aðaltalsmaður aðgerðahópsins Björgum miðbænum, Bolli Kristinsson fyrrverandi kaupmaður, hefur ítrekað sagt Dag B. Eggertsson vera versta borgarstjóra í sögu Reykjavíkur. Ansi furðuleg fullyrðing þegar um er að ræða borgarstjóra sem hefur í öllum aðalatriðum reynst farsæll í starfi, en býr þó við það ólán að vera í návígi við einn versta minnihluta sem sést hefur í borgarstjórn. Þar er samankominn hópur vælukjóa sem gagga við minnsta tilefni að borgarstjóri eigi að segja af sér,“

segir Kolbrún. Hún telur borgarstjóra þó ekki eiga í vandræðum með „vælukjóana“ :

„Dagur B. Eggertsson ætti að eiga nokkuð létt með að afgreiða stóryrði minnihluta borgarstjórnar sem og stórkarlalegar yfirlýsingar aðgerðahóps sem þráir endurkomu einkabílsins í miðbænum. Málstaður þessa hóps er ekki góður og í engum tengslum við raunveruleika nútímans. Í svo að segja öllum stórborgum heims er unnið að því að takmarka bílaumferð. Ferðamenn sem koma til stórborga leita svo yfirleitt uppi göngugötur því þar er notaleg stemning sem fyrirfinnst ekki innan um iðandi bílaumferð. Skoðanakannanir hafa síðan sýnt að íbúar á höfuðborgarsvæðinu eru hlynntir göngugötum, enda vita þeir að þar er mannlíf, stemning og gróska.“

Nýir tímar

Kolbrún segir ástand miðbæjarins ekki tilefni til stöðugra upphrópana um hnignun og stöðnun:

„Hópurinn sem bjarga vill miðbænum er í nostalgíukasti og vill fylla hann af bílaumferð. Þá dreymir um liðna tíð þegar fólk gat rúntað um miðbæinn, nánast eins og það væri eitt á ferð. Þá var enginn að velta fyrir sér mengun eða þrengslum. Það eina sem skipti máli var vilji viðkomandi, sem ætlaði sér að fara á ákveðna staði og vildi ekki láta neitt stöðva sig. Þannig var gamli tíminn,“

segir Kolbrún og nefnir að nú séu breyttir tímar:

„Velta má fyrir sér hvort þeir sem svona tala hafi haft fyrir því að vippa sér út úr bílnum og ganga um miðbæinn. Þar er iðandi mannlíf á hverjum degi, en menn sjá það sennilega ekki svo glöggt í gegnum bílrúðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit

Fast skotið á Höllu Hrund – Líkt við froðusnakk sem hafi það eitt fram að bjóða að hafa búið í blokk og farið í sveit
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – fólkið velur forsetann, ekki fjölmiðlar eða skoðanakannanir
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Tómasdóttir – þetta er kjarni The B Team
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu

Kristrún greinir frá breytingum í reglum um framboðslista flokksins – Möguleiki á prófkjöri um efsta sæti og uppstillingu á þau næstu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu

Uppnám í breska Íhaldsflokknum – Þingmaður genginn í Verkamannaflokkinn sem hann segir verða að komast til valda til að bjarga heilbrigðiskerfinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna

Snorri Jakobsson: Galið að Seðlabankinn hækki vexti og auki með því verðbólguna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás

Hneyksli í Finnlandi – Þingmaður handtekinn eftir skotárás
Eyjan
Fyrir 1 viku

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“

Biden grínaðist með aldursumræðuna um forsetaframbjóðendurna – „Ég er í framboði gegn sex ára“