fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Eyjan

Svandís útdeildi 90 milljónum til 144 lýðheilsuverkefna – Sjáðu listann

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 10:41

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra úthlutaði í gær styrkjum úr lýðheilsusjóði til fjölbreyttra verkefna á svið i geðræktar, næringar, hreyfingar og tannverndar, auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna. Alls bárust 247 umsóknir í sjóðinn.

Upphæðir styrkja til einstakra verkefna nema á bilinu 125.000 krónum upp í þrjár milljónir króna til þeirra verkefna sem hlutu hæstu styrkina. Heildarlistann má sjá hér.

Meginmarkmið Lýðheilsusjóðs er að stuðla að heilsueflingu og forvörnum ásamt því að styrkja lýðheilsustarf í samræmi við markmið laga um landlækni og lýðheilsu. Úthlutað hefur verið úr sjóðnum frá árinu 2012 en undanfari hans var Forvarnasjóður sem settur var á fót árið 1995 og starfræktur þar til nýr sjóður; lýðheilsusjóður varð til við sameiningu Lýðheilsustöðvar og Embættis landlæknis árið 2011.

Ýmis þekkt verkefni sem hvetja almenning til hreyfingar má nefna sem dæmi um verkefni sem hlutu styrk að þessu sinni. Þar má t.d. nefna Lífshlaupið, Hjólað í vinnuna, Kvennahlaupið sem haldið er á yfir 80 stöðum um allt land og á yfir tíu stöðum erlendis, Göngum í skólann, Hjólum í skólann o.fl. Af öðrum verkefnum má nefna greiningu á rafrettunotkun ungs fólks á Íslandi sem miðar að því að kortleggja rafrettunotkun ungs fólks í efstu bekkjum grunnskóla til að auka skilning á rafrettunotkun ungmenna og áhrifaþáttum hennar í víðum skilningi. Fjöldi sveitarfélaga og sambönd á þeirra vegum hlutu styrki til ýmisskonar lýðheilsuverkefna, t.d. Fljótsdalshérað fyrir verkefnið Gengið til heilsu sem er göngu- og hreyfihópur sem lýtur faglegri leiðsögn og Héraðssamband Þingeyinga sem hlaut styrk fyrir verkefnið Æfum alla ævi sem miðar að því að efla heilsu og vellíðan fólks á sambandssvæði HSÞ með bættu starfi í aðildarfélögum sambandsins, aukinni reglulegri hreyfingu og eflingu sjálfboðaliða.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sagðist við afhendingu styrkjanna í gær sannfærð um að öll þau fjölbreyttu verkefni sem um væri að ræða muni koma lýðheilsu þjóðarinnar til góða. Í sama streng tók Kristín Heimisdóttir formaður stjórnar lýðheilsusjóðs í ávarpi sem hún flutti við þetta tækifæri.

Heilbrigðisráðherra úthlutar styrkjum að fengnum tillögum stjórnar lýðheilsusjóðs sem metur umsóknir út frá því hvernig þær falla að hlutverki sjóðsins. Áður en úthlutað varhöfðu fagráð embættis landlæknis lagt mat á allar umsóknir sem bárust.

Í stjórn lýðheilsusjóðs sitja Kristín Heimisdóttir formaður, Dóra Guðrún Guðmundsdóttir frá Embætti landlæknis og Thor Aspelund hjá heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra

Ólafur Þ. Harðarson: Afleiðing forsetaframboðs Katrínar er að Bjarni Ben er orðinn forsætisráðherra
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“