fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Eyjan

Landsvirkjun telur sig vera með traustar ábyrgðir gagnvart Rio Tinto

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 08:00

Hörður Arnarson forstjóri Landsvirkjunar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið í fréttum að undanförnu skoðar Rio Tinto nú hvort loka eigi álverinu í Straumsvík. Landsvirkjun telur sig vera með traustar ábyrgðir gegn fyrirtækinu fari svo að álverinu verði lokað.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar, að ef ágreiningur komi upp um atriði raforkusamningsins sé skýrt kveðið á um hvernig eigi að leysa úr honum.

„Varðandi raforkuverðið teljum við að samningurinn sé sanngjarn fyrir bæði fyrirtækin. Vissulega er hann ekki ódýr, en hann er sanngjarn.“

Er haft eftir honum. Fréttablaðið segir að sérfræðingar í orkumálum telji að í samningi Landsvirkjunar og Rio Tinto sé kveðið á um móðurfélagsábyrgð þannig að móðurfélag álversins þurfi að ábyrgjast lágmarkskaup á raforku, um 80 prósent, út samningstímann. Samningurinn gildir til 2036. Fram hefur komið að endurskoðunarákvæði sé í samningum og að hægt sé að virkja það 2024.

„Við teljum traustar ábyrgðir fyrir skuldbindingum beggja aðila í samningnum. Það hefur enginn ágreiningur verið um það.“

Er haft eftir Herði sem sagði jafnframt að endurskoðunarákvæði samningsins eigi að tryggja að samningurinn sé sanngjarn fyrir bæði fyrirtækin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi

Orðið á götunni: Smölun hafin hjá Sjálfstæðisflokknum – styrkleiki fylkinga kannaður á átakafundi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist

Þorsteinn Pálsson skrifar: Um breytingar og hitt sem ekki breytist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna

Sigmundur Ernir skrifar: Ofurskattar íhaldsaflanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu

Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir Valhöll til sölu