fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Eyjan

Hreindýrakvóti ársins 2020 gefin út

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 19. febrúar 2020 14:04

Hreindýr. Mynd Skarphéðinn G. Þórisson/Náttúrufræðistofnun Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur ákveðið hreindýrakvóta fyrir 2020 að fengnum tillögum frá Umhverfisstofnun. Heimilt verður að veiða allt að 1325 dýr á árinu, 805 kýr og 520 tarfa.

Veiðin skiptist milli níu veiðisvæða og eru mörk þeirra og fjöldi dýra á hverju svæði tilgreind nánar í meðfylgjandi auglýsingu.

Fyrstu tvær vikur veiðitíma eru veiðimenn eindregið hvattir til að veiða eingöngu geldar kýr svo að draga megi eftir megni úr áhrifum veiðanna á kálfa. Í þessu sambandi er bent á hlutverk og skyldur leiðsögumanna við að aðstoða og leiðbeina veiðimönnum. Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa. Óheimilt er að veiða kálfa.

Heimildirnar eru veittar með fyrirvara um að ekki verði verulegar breytingar á stofnstærð fram að veiðum sem kalli á endurskoðun veiðiheimilda.

Umhverfisstofnun auglýsir og sér um sölu allra veiðiheimildanna.

Auglýsing um hreindýraveiðar 2019

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins

Dagur B. Eggertsson: Þurfum að bregðast við gagnrýni Mannréttindadómstólsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“

Reynir Traustason: „Haltu kjafti, gamla fiskibollan þín!“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Undirhundur