fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Eyjan

„Ráðherrar skreyta sig með hinsegin fjöðrum og lýsa yfir stuðningi við samfélagið á tyllidögum“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 17. febrúar 2020 08:50

Maní - Mynd No Borders

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ungir jafnaðarmenn krefjast þess að Maní, 17 ára trans strákur frá Íran, fái dvalarleyfi á Íslandi ásamt fjölskyldu sinni,“ segir í ályktun Ungra jafnaðarmanna.

Vísa átti Maní og fjölskyldu hans frá landi í morgun, en hann hefur verið lagður inn á BUGL, barna- og unglingageðdeild Landspítalans vegna andlegrar vanheilsu, samkvæmt tilkynningu frá No Borders samtökunum í gær. Leggjast læknar gegn því að Maní verði fluttur úr landi.

Lögmaður Maní og fjölskyldu segist ekki vita næstu skref, en kanna þurfi annmarka á málsmeðferðinni hjá yfirvöldum.

Í ályktun UJ er sagt að óttast sé um líf Maní snúi hann aftur til Íran og að ekki sé tekið tillit til Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í málsmeðferð hans:

„Það var fyrst við komuna til Íslands sem Maní upplifði nægilegt öryggi til að koma út og vera hann sjálfur. Hér líður honum vel og hér vill hann eiga heima. Hann óttast um líf sitt og öryggi verði hann sendur aftur til Íran.

Ungir jafnaðarmenn telja ómanneskjulegt að senda einstakling í stöðu Maní úr örygginu á Íslandi í óöryggi og óvissu í Portúgal, þar sem hætta steðjar að fjölskyldunni og brottvísun til Íran er möguleiki.

Mál Manís sýnir fram á alvarlega galla á framkvæmd útlendingalaga sem Ungir jafnaðarmenn hafa ítrekað bent á og gagnrýnt. Ekki er nægt tillit tekið til barna í samræmi við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem er þó búið að lögfesta hér á landi. Ekki er nægt tillit tekið til sérstakra aðstæðna eins og kynvitundar og kynhneigðar þegar lagt er mat á það hvort fólki sé veitt dvalarleyfi hér á landi.

Loks sýnir það fram á alvarlegan skort á samábyrgð og mannúð að taka mál Manís og fjölskyldu ekki einu sinni til efnislegrar meðferðar og beita fyrir sér heimild í Dyflinnarreglugerð. Heimild í Dyflinnarreglugerð trompar ekki skyldur okkar gagnvart Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eða mannréttindi fólks almennt.

Að lokum telja Ungir jafnaðarmenn ámælisvert að ríkisstjórn Íslands hafi ekki beitt sér fyrir Maní á þeim tíma sem liðið hefur síðan málið kom upp í fjölmiðlum. Ráðherrar skreyta sig með hinsegin fjöðrum og lýsa yfir stuðningi við samfélagið á tyllidögum en slíkar yfirlýsingar eru innantómt hjal þegar trans barni er vísað úr landi á þeirra vakt. „

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“

Jón vill breyta þessu við hátíðleg tækifæri – „Þurfum við ekki að taka höndum saman“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri

Þorsteinn Pálsson skrifar: Ólík viðbrögð við hatri
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp

Orðið á götunni: Forpokaðir fordómagrísir haldnir forréttindablindu ráðast gegn minnihlutahóp
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur hefur mistekist hrapallega á húsnæðismarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk