fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Stefán Ólafsson: Svona er hægt að bæta kjör þeirra sem eru að fara í verkfall hjá Reykjavíkurborg

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 16. febrúar 2020 12:02

Stefán Ólafsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Ólafsson, prófessor og sérfræðingur hjá Eflingu, segir að endurmeta þurfi sérstaklega störf er snúast um ummönnun barna, aldraðra og sjúkra og hækka laun þessara stétta sérstaklega. Slíkt eigi að gera gerst án þess að launahækkanirnar hlaupi upp launastigann í svokölluðu höfrungahlaupi, enda væri um sérstaka aðgerð að ræða, þar sem þetta fólk hefur dregist aftur úr sambærilegum stéttum. Þetta kom fram í Silfrinu á RÚV í dag þar sem kjaramálin voru meðal annars rædd en allsherjarverkfall ófaglærðs starfsfólks hjá Reykjavíkurborg hefst á morgun.

Stefán benti á að þessar stéttir hefðu sáralitlar aukatekjur en tekjur ýmissa annarra stétta hefðu verið bætt með aukagreiðslum, til dæmis hjá sorphirðumönnum og þeir væru því núna með rúmlega 200.000 króna hærri laun en þessar stéttir þrátt fyrir að vera með svipuð grunnlaun.

Þegar Stefán var spurður hvort eðlilegt væri að Reykjavíkurborg bæri hitann og þungann af þessu endurmati þessara stétta sagði hann að svo væri þar sem húsnæðiskostnaður væri hvergi hærri en í Reykjavík og hann æti upp kaupmátt þessa fólks.

Sjá einnig grein Stefáns um þessi mál á Eyjublogginu

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli