fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Eyjan

Brynhildur verður Borgarleikhússtjóri

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 14. febrúar 2020 15:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynhildur Guðjónsdóttir, leikkona og leikstjóri, er nýr borgarleikhússtjóri. Ráðningin var tilkynnt starfsfólki í dag.

„Á þessum vatnaskilum í mínu lífi þakka ég af auðmýkt það traust sem stjórn Leikfélags Reykjavíkur nú sýnir mér. Það er með gleði sem ég tek við keflinu af Kristínu Eysteinsdóttur, sem hin síðustu ár hefur stýrt Borgarleikhúsinu af kjarki, hlustun og sínu einstaka listræna innsæi. Það eru stórar breytingar í íslensku leikhúslífi um þessar mundir og ég lít á það sem gríðarmikið og gott tækifæri fyrir leikhúsið til að spyrna sér af krafti inn í nýja og gróskumikla tíma, þar sem gæði og gjöfult samtal verða leiðarljósið. Það er mín von að Borgarleikhúsið verði áfram sjálfsagður viðkomustaður allra landsmanna, kröftug listastofnun sem nærir, miðlar og gleður. Að þessu sögðu hlakka ég til að setja upp skipstjórahúfuna og, ásamt hinum öfluga, samstillta og flinka hópi starfsmanna leikhússins, setja á fullt stím inn í nýja framtíð,”

segir Brynhildur í tilkynningu.

Brynhildur er í hópi fremstu leikhúslistamanna á Íslandi um þessar mundir. Hún hefur yfir tuttugu ára reynslu sem leikari, höfundur, listrænn ráðunautur og leikstjóri. Hún hefur starfað við Borgarleikhúsið síðastliðin átta ár en hún er leikstjóri sýninganna Ríkharður III, sem var valin leiksýning árins 2019, og Vanja frændi, sem enn er í sýningu. Brynhildur hefur verið tilnefnd til fjölda verðlauna og hlotið margvíslega viðurkenningu fyrir framlag sitt til lista. Hún hefur sjö sinnum tekið á móti Grímunni – Íslensku leiklistarverðlaununum, ýmist fyrir leik í aðal- og aukahlutverkum, leikstjórn eða fyrir leikritun. Þá var hún sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf í þágu íslenskrar leiklistar.

Brynhildur lauk BA námi í leiklist frá Guildhall School of Music and Drama í Englandi en áður hafði hún lokið BA gráðu í frönsku frá Háskóla Íslands. Einnig nam hún leikritun við Yale School of Drama í Bandaríkjunum.

Kristín Eysteinsdóttir borgarleikhússtjóri óskaði eftir því að láta af störfum í vikunni, nokkuð fyrr en til stóð. Kristín var ráðin í febrúar 2014, og fékk framlengingu á ráðningu sinni árið 2017 til ársins 2021, en ráðningin er til fjögurra ára.

Borgarleikhússtjóri má ekki starfa lengur en í tvö tímabil og því var staðan auglýst í janúar og sóttu sjö um.

Sjálf sótti Kristín um stöðu Þjóðleikhússtjóra, en Magnús Geir Þórðarson, fyrrverandi útvarpsstjóri hlaut þá stöðu.

Kristín ku hafa hætt fyrr til að leikstýra kvikmynd.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“

„Fram til þessa hafa engar kynstaðfestandi skurðaðgerðir farið fram hjá skjólstæðingum barna- og unglingageðdeildar undir 18 ára aldri“
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli

Óttar Guðmundsson skrifar: Blús á brautarpalli
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?

Orðið á götunni: Guðrún Hafsteinsdóttir veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga – seldi hún sannfæringuna fyrir völd?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar

Framkvæmdastjóri N1: Látum breytingar koma hratt fram í verðinu – bæði til lækkunar og hækkunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina

Vilhjálmur bálreiður út í ríkisstjórnina
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli

Thomas Möller skrifar: Stöðugleiki skiptir mestu máli