fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Öryrkjar og aldraðir greiða minna fyrir tannlækningar frá áramótum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 30. desember 2020 16:24

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Mynd: Vefur Stjórnarráðs.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga ríkisins í tannlækningum aldraðra og öryrkja eykst um sjö prósent frá 1. janúar 2021, úr 50% í 57%. Þetta kemur fram í frétt á vef stjórnarráðs.

Er þetta liður í áætlun heilbrigðisráðherra um að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga vítt og breitt um kerfið. Áætlaður kostnaður ríkisins vegna þessarar tilteknu aðgerðar nemur 200 milljónum króna. Stefnt er að því að greiðsluþátttaka sjúkratrygginga vegna tannlækniskostnaðar þessara hópa verði komin í 75% árið 2024. Til að ná því markmiði er í gildandi fjármálaáætlun gert ráð fyrir að framlög hins opinbera verði aukin um 200 milljónir króna á næstu fjórum árum.

Komugjöld í heilsugæslu lækka úr 700 krónum í 500 krónur um áramótin. Þá verður einnig fellt niður sérstakt komugjald hjá þeim sem sækja aðra heilsugæslustöð en þeir eru skráðir hjá. Um áramótin tekur heilsugæslan um allt land við skimunum fyrir krabbameini í leghálsi og lækkar þá gjald fyrir leghálsstrok úr 4.818 krónum í 500 krónur.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir um þetta: „Hér eru stigin mikilvægt skref til þess að lækka greiðsluþátttöku sjúklinga fyrir heilbrigðisþjónustu sem er afgerandi þáttur í því að jafna aðgengi fólks að heilbrigðisþjónustu og sporna við heilsufarslegum ójöfnuði af félagslegum og fjárhagslegum ástæðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun