fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Eyjan

Fjármálaráðherra segir áhyggjuefni ef lífeyrissjóðir kaupa minna af ríkisskuldabréfum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 17. desember 2020 07:50

Bjarni Benediktsson. Mynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það skiptir ekki sköpum fyrir ríkissjóð þótt dregið hafi úr eftirspurn einstakra fjárfesta eftir ríkisskuldabréfum því lausafjárstaða ríkisins er sterk og það á greiðan aðgang að fjármagnsmörkuðum. En það er áhyggjuefni ef lífeyrissjóðirnir draga úr kaupum á ríkisskuldabréfum segir Bjarni Benediktsson, efnahags- og fjármálaráðherra.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Bjarna að lífeyrissjóðirnir séu einn af hornsteinum íslenska fjármálamarkaðarins og hafi nánast einokun á skyldusparnaði launþega. „Sterk staða ríkissjóðs, jákvæður vaxtamunur og hagsmunir umbjóðenda lífeyrissjóðanna gera skuldir ríkissjóðs að álitlegum kosti fyrir þá,“ sagði hann einnig.

Á síðustu mánuðum hefur ávöxtunarkrafa lengri ríkisskuldabréfa hækkað töluvert, meðal annars vegna minni eftirspurn lífeyrissjóða eftir ríkisbréfum og óvissu um hvernig ríkissjóður hyggst fjármagna fjárlagahalla næstu ára. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að skuldir hins opinbera geti verið komnar upp í 65% af vergri landsframleiðslu fyrir árslok 2025 en í árslok 2019 voru þær 28% af vergri landsframleiðslu.

Markaðurinn hefur Bjarna að skuldahlutfallið verði „vel viðráðanlegt og bæði lægra en eftir efnahagshrun og lægra en hjá fjölmörgum OECDríkjum“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“

Össur segir Guðlaug Þór hafa farið viljandi með rangt mál – „Bókstaflega skrældur í tætlur eins og hýði af gamalli kartöflu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“

Stefán horfir til baka – „Við vorum alltaf að slást hvert við annað“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?

Orðið á götunni: Tvær flugur slegnar í einu höggi – leiðin út fyrir Guðlaug Þór?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?

Nína Richter skrifar: Ozzy er dáinn – en trendar hann?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“

Jón Gnarr tjáir sig um besta vininn – „Vekur gjarnan aðdáun og áhuga hjá fólki“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“

Vilhjálmur vill vísa árásármanni Eyþórs úr landi – „Þessi framkoma gagnvart okkar friðsæla samfélagi er til skammar“