fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Fyrirverandi yfirverkfræðingur Hitaveitu Reykjavíkur gagnrýnir Orkuveituna harðlega – „Kuldaboli endurvakinn?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. desember 2020 18:10

Mynd: Veitur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Gunnarsson, fyrrverandi yfirverkfræðingur Hitaveitu Reykjavíkur, gagnrýnir stjórnendur OR vegna yfirvofandi vatnsskorts á frostdögum í grein í Fréttablaðinu í dag.

Á köldum dögum hefur OR varað notendur við yfirvofandi heitavatnsskorti vegna kulda. Árni bendir á að nú sé árið 2020 og gagnrýnir að aflgeta hitaveitunnar nægi ekki til að standa undir álagi þegar frost er samfellt í nokkra daga. „Á sama tíma hefur veitan að­gang að marg­falt meiri varma­orku á Nesja­völlum og Hellis­heiði, ó­beislaðri svo ekki sé minnst á þá sem þar er sóað vegna á­gengrar raf­orku­vinnslu langt um­fram þarfir Hita­veitunnar. Ljóst er að nýting jarð­hita­kerfanna á höfuð­borgar­svæðinu hefur verið frá gang­setningu Nesja­valla­virkjunar fyrir 30 árum í jafn­vægi og sjálf­bær. Reynslan hefur kennt veitunni á­þreifan­lega saman­ber ofan­greint að ekki er í boði að auka á­lagið á þau,“ segir Árni í grein sinni.

Árni segir að gjaldskrá hitaveitunnar á höfuðborgarsvæðinu sé hærri en hjá helstu hitaveitum landsins. „Eig­endur Hita­veitunnar, í­búar höfuð­borgar­svæðisins, eiga rétt á að vera upp­lýstir um hvers vegna hún hefur hafnað í þessari ó­trú­lega slæmu stöðu að geta ekki í kulda­tíð full­nægt hita­þörf not­enda,“ segir Árni.

Hann segir jafnframt að hitaveitan hafi marga möguleika til að til að koma í veg fyrir hættu á vatnsskorti í framtíðinni. Hann dregur fram fimm punkta þar sem hann tilgreinir vafasamar ráðstafanir og bendir meðal annars á að nokkrir af miðlunargeymum veitunnar á Öskjuhlíð hafi verið teknir undir aðra starfsemi. Þá segir hann að flutningsgeta Nesjavallaæðar hafi skerst um 18% genga mistaka í rekstri Nesjavallavirkjunar.

Grein Árna Gunnarssonar má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp