Föstudagur 05.mars 2021
Eyjan

Hildur leggur til ráðningabann hjá Reykjavíkurborg – Fimmti hver vinnandi Reykvíkingur verður borgarstarfsmaður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 09:12

Hildur Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur áhyggjur af fjölgun borgarstarfsfólks. Þetta kemur fram í grein hennar í Morgunblaðinu í dag. Hildur segir:

„Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2021 er enginn yndislestur. Í tekjugóðæri undanliðinna ára var báknið stækkað og tækifæri til skuldaniðurgreiðslu vannýtt. Meirihlutinn hefur haldið frjálslega um rekstur borgarsjóðs síðustu kjörtímabil. Niðurstaðan er stóraukin skuldsetning samstæðunnar. Við árslok 2021 mun skuldaaukningin nema 114 milljörðum króna á kjörtímabilinu. Það samsvarar um 870 þúsund króna skuldaaukningu á hvern borgarbúa eða nærri 3,3 milljóna króna skuldsetningu á klukkustund.“

Hildur segir að áætlunin geri jafnframt ráð fyrir því að fimmti hver vinnandi borgarbúi verði borgarstarfsmaður. Stefnt sé að því að fjölga starfsfólki borgarinnar um 622 á tveggja ára tímabili.

Þetta telur Hildur vera óráð. „Það er ósjálfbært að ætla 19% af vinnandi fólki að verða launþegar hjá Reykjavíkurborg. Það er ósjálfbært að ætla sér frekari fjölgun opinberra starfsmanna,“ segir hún. Þess í stað leggur hún til ráðningabann hjá borginni:

„Ég legg til að sett verði ráðningabann á Reykjavíkurborg til tveggja ára. Fjölgun opinberra starfsmanna er rangt viðbragð við auknu atvinnuleysi. Mikilvægasta atvinnuskapandi aðgerðin verður alltaf sveigjanlegra regluverk, lægri álögur og myndarlegri stuðningur við atvinnulíf. Þannig sköpum við skilyrði til verðmætasköpunar – verjum störf og sköpum tækifæri til viðspyrnu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hatrammar deilur ritstjóranna í Hafnarfirði – „Lengst af hélt ég að aðferðir hans dæmdu sig sjálfar, en nú er mælirinn fullur“

Hatrammar deilur ritstjóranna í Hafnarfirði – „Lengst af hélt ég að aðferðir hans dæmdu sig sjálfar, en nú er mælirinn fullur“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hannes hjólar í lögreglustjóra – „Eitthvað að embættismönnum, sem er ekki hægt að hringja í án þess að þeir hlaupi með það í fjölmiðla“

Hannes hjólar í lögreglustjóra – „Eitthvað að embættismönnum, sem er ekki hægt að hringja í án þess að þeir hlaupi með það í fjölmiðla“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu

Björn Bjarna segir réttarríkið trufla Eflingu í aðför að einkafyrirtækjum – Lýsir einræðistilburðum Sólveigar Önnu
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Þóris blæs von í brjóst þjóðarinnar og segir jákvæð teikn á lofti – „Guð láti gott á vita“

Jón Þóris blæs von í brjóst þjóðarinnar og segir jákvæð teikn á lofti – „Guð láti gott á vita“
Fyrir 1 viku

Fjölmiðlafræðibekkurinn settur á hliðina – „Djöfulsins viðbjóður“

Fjölmiðlafræðibekkurinn settur á hliðina – „Djöfulsins viðbjóður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir nikótínpúða ræna ungmenni heilsunni – „Álíka mikið nikótín og í þremur sígarettum“

Segir nikótínpúða ræna ungmenni heilsunni – „Álíka mikið nikótín og í þremur sígarettum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Starfsfólk utanríkisþjónustunnar flutt yfir hálfan hnöttinn í bólusetningu

Starfsfólk utanríkisþjónustunnar flutt yfir hálfan hnöttinn í bólusetningu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur ríkisstjórnina þurfa að grípa til aðgerða strax – Annars gæti vanda­mál af áður óþekktri stærð blasað við

Telur ríkisstjórnina þurfa að grípa til aðgerða strax – Annars gæti vanda­mál af áður óþekktri stærð blasað við