fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
Eyjan

Hildur leggur til ráðningabann hjá Reykjavíkurborg – Fimmti hver vinnandi Reykvíkingur verður borgarstarfsmaður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 09:12

Hildur Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur áhyggjur af fjölgun borgarstarfsfólks. Þetta kemur fram í grein hennar í Morgunblaðinu í dag. Hildur segir:

„Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2021 er enginn yndislestur. Í tekjugóðæri undanliðinna ára var báknið stækkað og tækifæri til skuldaniðurgreiðslu vannýtt. Meirihlutinn hefur haldið frjálslega um rekstur borgarsjóðs síðustu kjörtímabil. Niðurstaðan er stóraukin skuldsetning samstæðunnar. Við árslok 2021 mun skuldaaukningin nema 114 milljörðum króna á kjörtímabilinu. Það samsvarar um 870 þúsund króna skuldaaukningu á hvern borgarbúa eða nærri 3,3 milljóna króna skuldsetningu á klukkustund.“

Hildur segir að áætlunin geri jafnframt ráð fyrir því að fimmti hver vinnandi borgarbúi verði borgarstarfsmaður. Stefnt sé að því að fjölga starfsfólki borgarinnar um 622 á tveggja ára tímabili.

Þetta telur Hildur vera óráð. „Það er ósjálfbært að ætla 19% af vinnandi fólki að verða launþegar hjá Reykjavíkurborg. Það er ósjálfbært að ætla sér frekari fjölgun opinberra starfsmanna,“ segir hún. Þess í stað leggur hún til ráðningabann hjá borginni:

„Ég legg til að sett verði ráðningabann á Reykjavíkurborg til tveggja ára. Fjölgun opinberra starfsmanna er rangt viðbragð við auknu atvinnuleysi. Mikilvægasta atvinnuskapandi aðgerðin verður alltaf sveigjanlegra regluverk, lægri álögur og myndarlegri stuðningur við atvinnulíf. Þannig sköpum við skilyrði til verðmætasköpunar – verjum störf og sköpum tækifæri til viðspyrnu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla

Svarthöfði skrifar: Blásið til sóknar fyrir alla – ekki bara Range Rover, Benz og Porsche liðið heldur alla
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk

Nína Richter skrifar: Popúlismi er tæki og við erum fólk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn

Orðið á götunni: Átök í þingflokki Sjálfstæðismanna – gefa höfuðborgarsvæðið upp á bátinn
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert

Sigmundur Ernir skrifar: Ekki vera það sem þú ert
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: 3-30-300 reglan
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp

Vinnslustöðin lokar fiskvinnslunni Leo Seafood og segir 50 starfsmönnum upp