fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Hildur leggur til ráðningabann hjá Reykjavíkurborg – Fimmti hver vinnandi Reykvíkingur verður borgarstarfsmaður

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. desember 2020 09:12

Hildur Björnsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hefur áhyggjur af fjölgun borgarstarfsfólks. Þetta kemur fram í grein hennar í Morgunblaðinu í dag. Hildur segir:

„Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir 2021 er enginn yndislestur. Í tekjugóðæri undanliðinna ára var báknið stækkað og tækifæri til skuldaniðurgreiðslu vannýtt. Meirihlutinn hefur haldið frjálslega um rekstur borgarsjóðs síðustu kjörtímabil. Niðurstaðan er stóraukin skuldsetning samstæðunnar. Við árslok 2021 mun skuldaaukningin nema 114 milljörðum króna á kjörtímabilinu. Það samsvarar um 870 þúsund króna skuldaaukningu á hvern borgarbúa eða nærri 3,3 milljóna króna skuldsetningu á klukkustund.“

Hildur segir að áætlunin geri jafnframt ráð fyrir því að fimmti hver vinnandi borgarbúi verði borgarstarfsmaður. Stefnt sé að því að fjölga starfsfólki borgarinnar um 622 á tveggja ára tímabili.

Þetta telur Hildur vera óráð. „Það er ósjálfbært að ætla 19% af vinnandi fólki að verða launþegar hjá Reykjavíkurborg. Það er ósjálfbært að ætla sér frekari fjölgun opinberra starfsmanna,“ segir hún. Þess í stað leggur hún til ráðningabann hjá borginni:

„Ég legg til að sett verði ráðningabann á Reykjavíkurborg til tveggja ára. Fjölgun opinberra starfsmanna er rangt viðbragð við auknu atvinnuleysi. Mikilvægasta atvinnuskapandi aðgerðin verður alltaf sveigjanlegra regluverk, lægri álögur og myndarlegri stuðningur við atvinnulíf. Þannig sköpum við skilyrði til verðmætasköpunar – verjum störf og sköpum tækifæri til viðspyrnu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?

Að standa með liðinu eða standa með grundvallarréttindum – hvað varð um Piers Morgan?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón

Björn Jón skrifar: Skortur á manngildishugsjón
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun
Eyjan
Fyrir 1 viku

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“

Saka Heiðrúnu Lind um alvarlegar rangfærslur – „Notast áfram við tölur sem hún veit að eru ekki þær réttu“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu

Skotin ganga á víxl á Alþingi – Stjórnarandstaðan móðguð út í Ingu og Kristrúnu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá

Svarthöfði skrifar: Málæði um ekki neitt meðan sumarið líður hjá
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur

Þorbjörg Sigríður: Ísland eina Schengen landið sem ekki er með móttöku- og brottfararstöðvar fyrir hælisleitendur