fbpx
Fimmtudagur 28.janúar 2021
Eyjan

Helga Vala slær á létta strengi eftir tapið – „Núna erum við frjáls mamma“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 7. nóvember 2020 12:24

Helga Vala Helgadóttir. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Björg Hilmisdóttir hafði betur gegn Helgu Völu Helgadóttur í kjöri til varaformanns Samfylkingarinnar á landsfundi í dag.

Helga Vala slær á létta strengi á Facebook þar sem hún þakkar fyrir stuðninginn og óskar Heiðu Björg velfarnaðar í starfi.

„Takk elskurnar fyrir peppið – stuðninginn – áskorunina og bara allt. Ég hef einu sinni áður verið í svona alvöru persónukjöri, þá til stjórnar körfuknattleiksdeildar KR og þá tapaði ég líka.
„Núna erum við frjáls mamma“ heyrist hér í eldhúsinu og það ætla ég mér að vera í allan dag.
Var beðin um að senda ræðuna sem ég flutti þegar úrslitin voru kynnt á idiot@whitehouse.com og gerði það að sjálfsögðu en birti líka hér svona nánast eins og hún var.“
Helga deilir einnig ræðunni sem hún flutti eftir að úrslitin voru kynnt. Þar óskar hún Heiðu Björg til hamingju með endurskjörið og segist þess fullviss að Heiða muni halda áfram að standa sig vel.
„Kæru flokksystkin
Þetta hefur sannarlega verið hressandi barátta. Ég bauð mig fram til að gefa ykkur valkost um hvernig forysta flokksins mun líta út fyrir komandi Alþingiskosningar. Ég taldi það heilbrigt fyrir flokk sem hefur aukið fylgi sitt þónokkuð á undanförnum þremur árum að horfa inn á við og velja nýja forsystu eða endurnýja umboð þeirrar sem verið hefur. Nú þegar valið er orðið ljóst finn ég til stolts yfir flokknum mínum. Ég er stolt af því að tilheyra hópi fólks sem getur með svona ákveðnum og heiðarlegum hætti gengið til kosninga án þess að hér fuðri allt upp. Við erum samheldinn flokkur fólks með hjörtu sem slá í takt fyrir jafnaðarmennskuna.
Kæra öfluga Heiða Björg. Innilega til hamingju með endurkjörið. Ég veit að þú munt áfram standa þig vel í starfi varaformanns og sem sá öflugi stjórnmálamaður sem þú ert.
Á landsfundi fáum við tækifæri til að stilla enn frekar saman strengi. Við eigum að skiptast á skoðunum, ræða málin og í framhaldinu undirbúa flokksstjórnarfund þar sem málefnastarfið verður lagt á borðið og unnið að gerð ábyrgrar stefnu sem fer í dóm kjósenda næsta haust. Við erum að stíga inn í gríðarlega mikilvægan kosningavetur og ég trúi því að við getum náð árangri umfram það sem skoðanakannanir sýna núna. Ef við göngum fram með skipulögðum hætti getum við unnið kosningasigur sem hæfir jafn breiðum flokki og Samfylkingin er. Til þess þurfum við öll að taka þátt.
Á þessum landsfundi eru eitt þúsund fulltrúar. Ef þessar þúsund manneskjur munu næsta árið taka þátt í þessari baráttu, tala máli Samfylkingarinnar á sínum vinnustöðum, samfélagsmiðlum og í fjölskylduboðum þá getum við haft miklu meiri áhrif en við getum ímyndað okkur. Að snúa stefnu landsins í átt að sannri jafnaðarmennsku verður ekki gert með nokkrum kjörnum fulltrúum. Það verður gert með samhæfðu átaki allra íslenskra jafnaðarmanna.
Við höfum lifað þann tíma er flokkurinn nánast logaði í illdeilum og persónuvígum. Við höfum sem betur fer þroskast síðan þá og núna göngum við sameinuð áfram, öll að sama marki.
Ég hlakka til að taka þátt í þeim verkefnum og ég hlakka til að vinna áfram fyrir Samfylkinguna.
Kæru flokkssystkin, takk fyrir allan stuðninginn og fallegu orðin á síðustu vikum. Takk fyrir mig.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Bryndís Schram: Sannfærð um að enginn trúi ásökunum um „ógeðslegt ofbeldi“ Jóns Baldvins gegn konum og börnum

Bryndís Schram: Sannfærð um að enginn trúi ásökunum um „ógeðslegt ofbeldi“ Jóns Baldvins gegn konum og börnum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Mogginn hjólar í Samkeppniseftirlitið – Segir stofnunina vera í áróðursstríði gegn einstökum fyrirtækjum

Mogginn hjólar í Samkeppniseftirlitið – Segir stofnunina vera í áróðursstríði gegn einstökum fyrirtækjum
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum
Árás á Alþingi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ágúst Ólafur fær ekki annað sætið – „Ódæðisverkið“ sem Birgir óttaðist

Ágúst Ólafur fær ekki annað sætið – „Ódæðisverkið“ sem Birgir óttaðist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gunnar segir að Kolbeinn sé kominn á flótta – „Flóttinn byrjaður“

Gunnar segir að Kolbeinn sé kominn á flótta – „Flóttinn byrjaður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“

Sigmundur segir það sem hann óttaðist vera staðfest – „Er Ísland búið að gera slíkar skuldbindingar?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk – „Dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum“

Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk – „Dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum“