fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Eyjan

Pólska ríkisstjórnin frestar gildistöku nýrra laga um þungunarrof

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 5. nóvember 2020 19:30

Pólverjar hafa mótmælt lagabreytingunni. Mynd: EPA-EFE/Maciej Kulczynski POLAND OUT

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hægristjórnin í Póllandi hefur ákveðið að fresta gildistöku nýs og umdeilds dóms stjórnlagadómstóls landsins um þungunarrof. Samkvæmt dómnum verður þungunarrof nær algjörlega bannað. Hann hefur vakið mikla reiði í Póllandi og varð hann kveikjan að mestu mótmælum í landinu síðan það losnaði undan oki kommúnismans.

Michal Dworczyk, ráðuneytisstjóri forsætisráðuneytisins, sagði við pólska fjölmiðla að umræður um málið standi yfir og það muni væntanlega taka góðan tíma að ræða það og komast að niðurstöðu um nýja nálgun á málinu sem sé erfitt og veki upp sterkar tilfinningar.

Samkvæmt dómi stjórnlagadómstólsins verður ströng þungunarrofslöggjöf landsins þrengd enn frekar. Lögin eru fyrir ein þau þrengstu í Evrópu. Dómstóllinn úrskurðaði að ekki megi framkvæma þungunarrof jafnvel þótt fóstrið hafi greinst með alvarlega eða óviðráðanlega fæðingargalla. Það er einmitt þetta ákvæði sem nær yfir nær öll þungungarrof sem eru framkvæmd á löglegan hátt í landinu. The Guardian skýrir frá þessu.

Dómurinn hefur ekki verið birtur formlega en frestur til þess rann út á mánudaginn og því hefur hann ekki tekið gildi.

„Þetta er greinilega pólitísk ákvörðun. Dóma á að birta án nokkurra tafa. Þetta er lagalegt bragð til að tefja birtinguna,“

sagði Anna Wójcik, hjá lagadeild pólsku vísindaakademíunnar.

PiS flokkurinn (Lög og réttur) hefur verið við völd í Póllandi síðan 2015. Það voru hægrisinnaðir þingmenn sem sendu málið til stjórnlagadómstólsins. Dómurinn hefur eins og fyrr segir vakið mikla reiði sem beinist að PiS og kom þetta flokksmönnum mjög á óvart. Innan flokksins styðja þeir sem eru lengst til hægri niðurstöðuna en kannanir sýna að stór hluti stuðningsmanna flokksins styður ekki herta löggjöf um þungunarrof. PiS er því í erfiðri stöðu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: SA reyna að slá ryki í augu fólks – skammast sín samt pínulítið

Orðið á götunni: SA reyna að slá ryki í augu fólks – skammast sín samt pínulítið
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn

Þorgerður Katrín: Lýðræðið snýst ekki bara um leikreglur heldur líka gildi einstaklinganna – popúlisminn er ógn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki

Sigmundur Ernir skrifar: Flækjusaga af rugluðu regluverki
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar

Ráðherra afboðar þátttöku á haustfundi SVEIT eftir áskorun Eflingar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni

Orðið á götunni: Hvernig tæki Kjartan fjármál föstum tökum? Glímuskjálfti einkennir minnihlutann í borginni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu

Þorsteinn Pálsson skrifar: Að geta bara gert eitt í einu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“

Áhrifarík þingræða Heiðu – „Sagðist hafa íhugað sjálfsvíg kvöldið áður“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?

Orðið á götunni: Lilju berst stuðningur úr óvæntri átt – hefnd og sögulegar sættir?