fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Eyjan

Antony Blinken sagður verða næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 05:24

Antony Blinken. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að skýra frá nöfnum nokkurra þeirra sem hann hefur valið til að gegna ráðherraembætti í ríkisstjórn sinni, sem tekur við völdum 20. janúar næstkomandi, á þriðjudaginn. Hann er sagður ætla að gera Antony Blinken, 58 ára, að utanríkisráðherra.

Bloomberg News hefur þetta eftir heimildarmönnum. Í gær skýrði Ron Klain, verðandi starfsmannastjóri Biden, frá því í sjónvarpsviðtali að Biden muni kynna nokkra af ráðherrum sínum á þriðjudaginn. Blinken starfaði fyrir þjóðaröryggisráðgjafa Barack Obama frá 2013 til 2015 og frá 2015 til 2017 var hann varautanríkisráðherra í stjórn Obama.

Reuters hefur eftir aðila, sem stendur Biden nærri, að Blinken sé langlíklegastur til að verða utanríkisráðherra í ríkisstjórn hans. Hann hefur árum saman verið einn af nánustu samstarfsmönnum Biden. Þeir sem þekkja til hans segja að hann sé diplómat fram í fingurgómana, skynsamur og yfirvegaður og mjög vel að sér varðandi utanríkisstefnu og málefni.

Í kjölfar ósigurs Hillary Clinton í forsetakosningunum 2016 var Blinken meðstofnandi að ráðgjafafyrirtæki sem veitir ráðgjöf um áhættu á alþjóðasviðinu varðandi stjórnmál.

Hann er menntaður lögfræðingur frá Harvard og hefur verið virkur í stjórnmálum frá lokum níunda áratugarins þegar hann tók þátt í fjáröflun fyrir kosningaframboð Michael Dukakis. Hann var ræðuskrifari fyrir Bill Clinton þegar hann gegndi forsetaembættinu.

En þrátt fyrir að Biden vilji fá Blinken sem utanríkisráðherra þá er ekki útséð með að hann verði það því öldungadeildin þarf að samþykkja ráðherra ríkisstjórnarinnar. Ekki liggur enn fyrir hvort það verða Demókratar eða Repúblikanar sem fara með meirihluta þar næstu tvö árin en niðurstaða mun fást í það í byrjun janúar þegar kosið verður um tvö sæti Georgíuríkis í öldungadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar

Orðið á götunni: Katrín vildi Geir Haarde í fangelsi – hefur ekki beðist afsökunar
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið

Katrín með forskot á Baldur – Halla Hrund sækir í sig veðrið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“

Kúrekar og jakkafatalakkar Alþingis – „Fólkið í fínu fötunum, með fínu skoðanirnar og fínu brosin“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt