fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Antony Blinken sagður verða næsti utanríkisráðherra Bandaríkjanna

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. nóvember 2020 05:24

Antony Blinken. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden, verðandi forseti Bandaríkjanna, ætlar að skýra frá nöfnum nokkurra þeirra sem hann hefur valið til að gegna ráðherraembætti í ríkisstjórn sinni, sem tekur við völdum 20. janúar næstkomandi, á þriðjudaginn. Hann er sagður ætla að gera Antony Blinken, 58 ára, að utanríkisráðherra.

Bloomberg News hefur þetta eftir heimildarmönnum. Í gær skýrði Ron Klain, verðandi starfsmannastjóri Biden, frá því í sjónvarpsviðtali að Biden muni kynna nokkra af ráðherrum sínum á þriðjudaginn. Blinken starfaði fyrir þjóðaröryggisráðgjafa Barack Obama frá 2013 til 2015 og frá 2015 til 2017 var hann varautanríkisráðherra í stjórn Obama.

Reuters hefur eftir aðila, sem stendur Biden nærri, að Blinken sé langlíklegastur til að verða utanríkisráðherra í ríkisstjórn hans. Hann hefur árum saman verið einn af nánustu samstarfsmönnum Biden. Þeir sem þekkja til hans segja að hann sé diplómat fram í fingurgómana, skynsamur og yfirvegaður og mjög vel að sér varðandi utanríkisstefnu og málefni.

Í kjölfar ósigurs Hillary Clinton í forsetakosningunum 2016 var Blinken meðstofnandi að ráðgjafafyrirtæki sem veitir ráðgjöf um áhættu á alþjóðasviðinu varðandi stjórnmál.

Hann er menntaður lögfræðingur frá Harvard og hefur verið virkur í stjórnmálum frá lokum níunda áratugarins þegar hann tók þátt í fjáröflun fyrir kosningaframboð Michael Dukakis. Hann var ræðuskrifari fyrir Bill Clinton þegar hann gegndi forsetaembættinu.

En þrátt fyrir að Biden vilji fá Blinken sem utanríkisráðherra þá er ekki útséð með að hann verði það því öldungadeildin þarf að samþykkja ráðherra ríkisstjórnarinnar. Ekki liggur enn fyrir hvort það verða Demókratar eða Repúblikanar sem fara með meirihluta þar næstu tvö árin en niðurstaða mun fást í það í byrjun janúar þegar kosið verður um tvö sæti Georgíuríkis í öldungadeildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun