fbpx
Fimmtudagur 26.nóvember 2020
Eyjan

Heitt í hamsi á Alþingi vegna vaxtahækkanna – „Ég er algjörlega ORÐLAUS!“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Þriðjudaginn 17. nóvember 2020 14:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, þingmaður Flokks fólksins, beindi fyrirspurn til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag þar sem hún spurðu út í vaxtahækkanir bankanna. Var nokkur hiti í Ingu sem skildi ekki hvers vegna ríkisstjórnin ætlaði að líða það að vextir séu hækkaði í þessu árferði.

„Nú eru ríkisbankarnir að ríða á vaðið með að hækka vexti. Ég er algjörlega orðlaus. Ég er algjörlega ORÐLAUS yfir því hvað er verið að bera á borð fyrir okkur núna. Íslandsbanki ríður á vaðið. Landsbankinn auglýsir skattahækkun. Hér hefur forsætisráðherra og ríkisstjórnin undir hennar forystu talað um hvað þeir hafa komið mikið til móts við þá sem minna mega sín í samfélaginu, komið til móts við fjölskyldurnar, það var gerður lífskjarasamningur og það átti að laga vexti. Stýrivextirnir eru jú 1%. Stýrivextir eru 1% en fær fólkið í landinu, almenningur í landinu að njóta þess, núna þegar bankarnir, sem að alþýðan á, sem við eigum íslenska þjóðin, er að hækka vexti?“

Spurði Inga hvort þetta væri ásættanlegt í augum Katrínar nú í þeirri dýpstu kreppu sem þjóðin hefur tekist á við í lengri tíma og á sama tíma og bankarnir eru að skila milljörðum í arð.

Katrín svaraði fyrir að ekkert væri upp á ríkisstjórnina að klaga.

„Þá er ekki hægt að klaga upp á neitt sem ríkisstjórnin hefur gert. Sama hvort horft er til skattkerfisbreytinga, til sérstakra aðgerða til að bæta draga úr kostnaði í heilbrigðiskerfinu, húsnæðiskerfinu, barnabóta, sérstakra aðgerða í þágu öryrkja og eldri borgara. Þessi ríkisstjórn hefur svo sannarlega komið til móts við tekjulægri hópa með öllum þeim tólum og tækjum sem okkur eru búin.“

Ríkisstjórnin hafi ekki aukið jöfnuð heldur dregið úr honum og mælist Íslands með mesta tekjujöfnuð af OECD-ríkjunum.

Inga kallaði svar Katrínar „Ágætis framboðsræðu“

Staðreyndirnar töluðu fyrir sig sjálfar að ójöfnuður væri að aukast dag frá degi og tugir manna að fara á atvinnuleysisbætur og heimili landsins mættu ekki við vaxtahækkunum.

Katrín ítrekaði að engin ríkisstjórn hafi gert meira til að hlúa að þeim sem minna mega sín. En ríkisbankarnir hafi sjálfstæða stjórn og ekki sé hægt að skipta sér af þeim þó svo þeir séu í ríkiseigu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þetta eru aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar fyrir öryrkja

Þetta eru aðgerðirnar sem ríkisstjórnin boðar fyrir öryrkja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Vilhjálmur með mikilvæg skilaboð – „Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili“

Vilhjálmur með mikilvæg skilaboð – „Gríðarlegir hagsmunir í húfi fyrir skuldsett heimili“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“

Ver umdeilda skoðun sína – „Sjálfur er ég mikill sérfræðingur í smitsjúkdómum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti

Björn segir að því sé enn ósvarað hvort mistök hafi verið gerð á Landakoti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólína lyftir hulunni – „Þessa bók þurfti að skrifa“

Ólína lyftir hulunni – „Þessa bók þurfti að skrifa“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar segir Brynjari og Sigríði til syndanna – „Hvað eru þau eiginlega að leggja til?“

Upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar segir Brynjari og Sigríði til syndanna – „Hvað eru þau eiginlega að leggja til?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl segir ríkisstjórnina vega að leigubílstjórum – „Leyfislausir skutlarar og aðrir lögbrjótar“

Karl segir ríkisstjórnina vega að leigubílstjórum – „Leyfislausir skutlarar og aðrir lögbrjótar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

„Menn með svona hættulegar skoðanir eru auðvitað bæði holdsveikir og geislavirkir“

„Menn með svona hættulegar skoðanir eru auðvitað bæði holdsveikir og geislavirkir“