fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Líklegt að vextir íbúðalána hækki

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 07:53

Vextir á íbúðalánum bankanna hafa hækkað vegna stýrivaxtahækkana Seðlabankans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vextir ríkisskuldabréfa og sértryggðra skuldabréfa hafa farið hækkandi síðustu þrjá mánuði og nemur hækkunin tæplega eina prósentu á þessum tíma. Á sama tíma hafa fjármögnunarkjör bankanna á markaði versnað en það eru kjör sértryggðra bréfa. Agnar Tómas Möller, sjóðsstjóri skuldabréfa hjá Kviku eignastýringu, segir að allar líkur séu á að fastir vextir á íbúðalánum bankanna muni að óbreyttu hækka nokkuð á næstunni vegna þessarar þróunar.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að bankarnir fjármagni lán til íbúðarkaupa með útgáfu svokallaðra sértryggðra skuldabréfa. Verðlagning þeirra miðast við ákveðið álag ofan á ávöxtunarkröfu ríkisskuldabréfa. Þegar þessi ávöxtunarkrafa hækkar, hækkar ávöxtunarkrafa sértryggðu bréfanna og þar með fjármögnunarkostnaður bankanna og þar af leiðandi vextir íbúðalána.

Birgir Haraldsson, sjóðsstjóri hjá AKTA sjóðum, sagði að langtímavextir séu hærri nú en í febrúar og stýrivaxtalækkanir skili sér að mjög takmörkuðu leyti yfir í fjármögnunarkjör til lengri tíma.

Í síðustu viku hækkaði Íslandsbanki vexti á húsnæðislánum og rökstuddi hana með hækkandi ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði. „Það er vissulega áhyggjuefni ef lækkun stýrivaxta er ekki að skila sér nægilega vel í skuldabréfamarkaði sem myndar grunn að verðlagningu húsnæðislána. Þetta verður að fylgjast að,“ var þá haft eftir Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka.

Í mars boðaði Seðlabankinn kaup á ríkisskuldabréfum, svokallaða magnbundna íhlutun, fyrir allt að 150 milljarða til að tryggja að fjármagnsþörf ríkisins myndi ekki þrýsta ávöxtunarkröfunni upp. Í byrjun nóvember námu þessi kaup hins vegar aðeins 900 milljónum króna.

„Ég veit ekki til þess að seðlabanki í þróuðu ríki hafi hvorki hafið magnbundna íhlutun að ráði né gefið leiðsögn um vaxtaþróun frá því að heimsfaraldurinn hófst og því er Seðlabanki Íslands líklega nokkuð sér á báti hvað það varðar – því þarf ekki að koma á óvart að vextir hafi hér rokið upp langt umfram nær öll önnur ríki seinustu mánuði,“ er haft eftir Agnari.

Markaðurinn segir að talið sé að Seðlabankinn hafi verið í biðstöðu þar til BlueBay Asset Management hafði lokið við sölu á íslenskum ríkisskuldabréfum sínum. Fyrirtækið seldi síðustu ríkisskuldabréf sín, fyrir 20 milljarða, í lok október og þá hóf Seðlabankinn kaup á ríkisskuldabréfum á nýjan leik.

„Nú sérstaklega seinustu mánuði hafa forsvarsmenn bankans ítrekað í máli og riti að þeir myndu bregðast við ef mikill hallarekstur hins opinbera myndi leiða til óeðlilegrar hækkunar á langtímavöxtum og það er ekki fyrr en í þessari viku sem það örlar á aðgerðum. Ég held að bankinn hafi tapað trúverðugleika með síendurteknum yfirlýsingum sem hann hefur ekki staðið við, sem hafi smám saman grafið undan skuldabréfamarkaðnum og trú hans á að geta virkað sem skyldi án hjálpar frá Seðlabankanum,“ er haft eftir Agnari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus