fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Rósa Björk vekur Ásmundi kjánahroll – „Líklega er leitun að meira taktleysi í tillöguflutningi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 11. nóvember 2020 08:54

Ásmundur Friðriksson og Rósa Björk Brynjólfsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er mjög andsnúinn þingsályktunartillögu sem 18 þingmenn Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata hafa lagt fram á Alþingi, auk Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur, sem er utan flokka en var áður í VG. Tillagan snýst um að bjóða til Íslands í þungunarrof erlendum konum sem búa við strangari löggjöf í þeim efnum í heimalandi sínu. Rósa Björk er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.

Ásmundur fjallar um málið í grein í Morgunblaðinu í dag, Sakar hann viðkomandi þingmenn um flótta frá raunveruleikanum:

„Rósa Björk Brynjólfsdóttir gat valið sér eitt forgangsmál til að leggja fram í þinginu sem þingmaður utan flokka og er framlag hennar líklega mesta vindhögg sem þjóðin hefur orðið vitni að á þessum fordæmalausu tímum. Í þeirri ógnarstöðu sem þjóðin, heimilin, atvinnulífið og heilbrigðiskerfið er í mætti ætla að forgangsmál þingmannsins stæði til að leggja heimilum lið og atvinnulausu fólki, en annað kom á daginn. Þingmaðurinn Rósa Björk ákvað að leita út fyrir landsteinana að verkefni til að styðja.“

Ásmundur bendir á að í Póllandi séu framkvæmd á bilinu 100 til 200 þúsund ólögleg þungunarrof árlega, en tillagan miðast helst við konur frá Póllandi og Möltu. Á Landspítalanum hafa verið framkvæmd um 1.000 þungunarrof á ári. Ásmundur segir varðandi þetta: „Mér er ekki kunnugt um að þeir 18 þingmenn sem hafa þessa framtíðarsýn fyrir starfsemi Landspítalans hafi rætt hugmyndina við forsvarsmenn spítalans. Ég geri ráð fyrir að með því hefðu tillögumenn fengið sýn á raunveruleikans sem íslenskt heilbrigðiskerfi tekst á við.“

Ásmundur segir tillöguna bera vott um barnalega hugsun og flótta frá raunveruleikanum. Auk þess komi fram í greinargerð með frumvarpinu að þingmenn Samfylkingarinnar vilji helst bjóða konum frá fleiri löndum en Póllandi og Möltu til Íslands í þungunarrofsaðgerðir. Fráleitt sé að ætla að leggja slíkt álag á Landspítalann á þessum tímum:

„Þingmaðurinn Rósa Björk fékk leyfi til að mæla fyrir einni forgangstillögu á Alþingi sem þingmaður utan flokka. Í heimsfaraldri vegna Covid-19, hruni á þjóðartekjum, með þúsundir heimila í óvissu og atvinnuleysi allt að 25% þar sem það er mest og heilbrigðiskerfið á neyðaráætlun leggur þingmaðurinn fram þessa þingsályktun ásamt öllum þingmönnum Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Að ætla sér að sökkva starfsemi Landspítalans í fóstureyðingar fyrir þúsundir kvenna frá Póllandi og Möltu og helst fleiri löndum svo nóg verði að gert að mati Samfylkingarinnar er flótti frá raunveruleikanum og flestir fá kjánahroll af tilhugsuninni.“

Þingslályktunartillöguna má finna hér en þar segir í byrjun:

„Alþingi ályktar að fela heilbrigðisráðherra að tryggja að einstaklingar sem ferðast hingað til lands í því skyni að gangast undir þungunarrof fái viðeigandi heilbrigðisþjónustu. Þetta verði bundið því skilyrði að viðkomandi megi ekki gangast undir þungunarrof vegna lögbundinna hindrana í heimalandinu og uppfylli skilyrði í lögum um þungunarrof, nr. 43/2019. Þá þurfi viðkomandi að geta framvísað evrópska sjúkratryggingakortinu.“

Í greinargerð með tillögunni segir að einungis tvö lönd innan EES uppfylli skilyrðið sem lagt er til í þingslályktunartillögunni og því ætti þetta ekki að hafa íþyngjandi afleiðingar fyrir ríkissjóð. Þá segir ennfremur í greinargerðinni: „Aðgengi að viðeigandi heilbrigðisþjónustu á meðgöngu eru grundvallarmannréttindi. Með því að tryggja aðgengi erlendra borgara, sem annars hafa ekki löglegan rétt til þessarar þjónustu, tæki Ísland afgerandi stöðu með réttindum þeirra, ekki bara hérlendis heldur einnig á alþjóðlegum vettvangi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni

Varaþingmaður Samfylkingarinnar yfirgefur flokkinn – Segir Samfylkinguna hafa sofnað á mannréttindavaktinni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 6 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins