fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Eyjan

Guðni Th. með hughreystandi skilaboð til Íslendinga – „Við höfum séð það svartara“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 9. október 2020 21:39

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, flutti ávarp í þættinum Vikan með Gísla Martein í kvöld þar sem hann hvatti þjóðina til að standa saman nú á tímum Covid.

Guðni sagðist vita að þjóðin væri orðin þreytt en nauðsynlegt væri að sýna samstöðu og komast saman í gegnum faraldurinn. Staðan sé kannski slæm en hún hafi verið verri.

Hér má lesa ávarpið í heild: 

„Kæru landsmenn.

Fólk sem aldrei lyftir neinu í samtaki verður aldrei þjóð. Þetta sagði Jóhannes Kjarval eitt sinn, listamaðurinn góði sem gerði málverki hér fyrir aftan mig.

Nú þurfum við að lyfta oki í samtaki. Við þurfum að sýna sama einhug og reyndist okkur svo vel í vor. Já við þurfum að standa saman. Með tvo metra á milli okkar. Virðum þá reglu. Þvoum hendur vel og vandlega. Notum grímur þar sem við á. Kynnum okkur tilmæli á covid.is.

Og við skulum líka þakka þeim sem eiga þakkir skildar. Þær starfsstéttir eru fleiri en ég fæ talið upp hér. Á sviði heilbrigðis og aðhlynningar, menntunar og löggæslu, verslunar og þjónustu, og er þá ekki allt nefnt. En takk, og aftur takk.

Ég veit að við erum mörg orðin þreytt. Ég veit af erfiðri stöðu margra. En hitt held ég að við vitum líka flest að ef við slítum í sundur varnarkeðju okkar slítum við líka í sundur þann þráð sem tengir okkur saman, gerir okkur að þjóð, gerir okkur að samfélagi. Ég hef sagt það áður og segi það enn. Við höfum séð það svartara, við munum sjá það bjartara.

Síðar á þessari öld munu ung börn segja við ömmu og afa: Hvað gerðir þú í Covid-19? Og þá verður gott að geta svarað: Ég gerði mitt besta. Ég sinnti eigin sóttvörnum, ég tók tillit til annara, ég reyndi að vera hluti lausnarinnar en ekki vandans. Góðar stundir kæru landar. Stöndum saman. „

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður

Ólafur Þ. Harðarson: Þurfum mjög hæfan forseta – þarf alls ekki að vera stjórnmálamaður
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni

Óttar Guðmundsson skrifar: Óæskilegt lesefni
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“

Trúnaði aflétt af leynilegu minnisblaði um meint spillingarmál – „Hlýtur að teljast vafasamt“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?

Orðið á götunni: Verður spútnikframbjóðandinn himnasending kosninganna?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins

Þorsteinn Siglaugsson skrifar: Gervigreind og máttur tungumálsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Notum tímann núna