fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Björn segir að íslenska þjóðin sé ekki að standa sig – „Þríeykið féll í þá freistni“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 6. október 2020 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við Íslendingar erum á góðri leið með að falla á prófinu sem þriðja bylgja kórónaveirufaraldursins hefur lagt fyrir okkur. Þetta á við um almenning og sóttvarnayfirvöld. Ef við ætlum ekki að skítfalla á þessu prófi, eins og sagt var í gamla daga, þarf nú þegar að grípa til harðra aðgerða og breyta hugarfari okkar allra.“

Svona hefst pistill sem Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans og höfundur bókarinnar Vörn gegn veiru, skrifar en pistillinn birtist á Viljanum. Björn segir veiruna vera í veldisvexti um allt samfélagið. „Öllum sem ég ræði við innan heilbrigðiskerfisins ber saman um að smit séu miklu nær fólki en áður og útbreiðslan víðtækari. Enginn landshluti er veirufrír og hvarvetna má lesa fréttir af stofnunum og fyrirtækjum sem þurfa að loka og senda stóra hópa fólks heim í sóttkví,“ segir Björn.

„Nýgengi smita er í hæstu hæðum á alþjóðavísu og það þrátt fyrir að landamærum hafi í reynd verið lokað með kröfu um tvöfalda skimun,“ segir hann og virðist vera ósáttur með það hvernig Íslendingar hafa brugðist við nýjustu bylgju veirunnar. „Þetta er auðvitað engin frammistaða hjá okkur. Veiran barst til landsins í sumar þegar við slökuðum á og náði að breiðast út um allt land. Það er vandinn sem við er að etja núna og útbreiðslan er miklu víðtækari en í mars þegar fyrsta bylgjan reis á miklum hraða.“

„Eins og engin farsótt væri í gangi og ekkert að frétta“

Björn segir að almenningur sé að falla á prófinu með því að passa sig ekki nægilega vel, láta enn eins og ekkert sé og gæta ekki að einföldustu smitvörnum. „Og þríeykið féll í þá freistni að vilja bregðast við vandanum með því að ganga hálfa leið en ekki alla og þess vegna er staðan jafn alvarleg og raun ber vitni,“ segir hann.

Þá segir Björn að það sé ekki hægt að laga þetta ástand „með vinstri“ eða einhverri hálfvelgju. „Þetta er grafalvarleg staða og við henni þarf að bregðast. Í tæpar þrjár vikur spurðum við fréttamenn sóttvarnalækni ítrekað hvort ekki þyrfti að herða samkomutakmarkanir, en hann sagðist alltaf vera að íhuga það alvarlega. Dagarnir liðu og hundruð Íslendinga sýktust til viðbótar uns Þórólfur fékk nóg,“ segir Björn.

„Á fimmtudag sagðist hann í svari við fyrirspurn minni vera „á nippinu“ með að senda minnisblaðið, daginn eftir sagðist hann vera að leita að skúffunni þar sem það lægi og um kvöldið sama dag lagði hann svo til hertar aðgerðir. Þær komu samt ekki til framkvæmda fyrr en á miðnætti aðfaranótt mánudags og í millitíðinni sáust Íslendingar víða gera sér glaðan dag við margvíslega iðju á samfélagsmiðlum, eins og engin farsótt væri í gangi og ekkert að frétta.

Í gær viðurkenndi svo sóttvarnalæknir að líklega hefði átt að herða aðgerðir fyrr, nokkuð sem blasti við flestum sem um málið hafa fjallað.“

„Aðeins þannig næst að sveigja kúrfuna“

Þrátt fyrir að nýjar reglur hafa nú tekið gildi segir Björn að þær séu ekki nógu afgerandi. „Þjóðfélagið er ekkert í hægagangi eins og í vor þegar við hlýddum Víði og ferðuðumst innanhúss. Reglugerð var birt með allskonar undanþágum og beiðnum um fleiri slíkar hefur rignt inn til ráðuneytisins. Það er eins og yfirvöld haldi að veiran beri óttablandna virðingu fyrir gestum leikhúsa og sundstaða, en leggi þá kerfisbundið í einelti sem fari í ræktina eða horfi á fótboltaleiki. Þetta er ekkert þannig. Það er farsótt á fleygiferð í samfélaginu og þá þarf að grípa til allra leiða til að stöðva útbreiðsluleiðir,“ segir hann.

Björn vill meina að það sé skynsamlegast að læra af því sem gert var í vor og gekk vel. „Þá lokuðum við skólum tímabundið og fórum í fjarkennslu meðan tökum var náð á ástandinu og tryggðum þannig að skólastarf gæti gengið nokkurn veginn eðlilega eftir það. Sama þarf að gera núna, enda smit í skólum hjá börnum og starfsfólki daglegt brauð. Við eigum líka að loka á þær undanþágur sem voru veittar og halda okkur öll sem mest heima næstu daga. Og taka að sjálfsögðu aftur upp tveggja metra regluna. Aðeins þannig næst að sveigja kúrfuna.“

„Breytum því. Strax í dag“

Björn segir að sóttvarnayfirvöld þurfi að lokum að kyngja stoltinu og viðurkenna að almennari grímunotkun er skynsamleg við þessar aðstæður. „Ekki bara til að verjast smiti eða því að smita aðra, heldur einnig til að minnka það veirumagn sem mögulega gæti borist á milli. Erlendar rannsóknir hafa sýnt mikilvægi þess og við þurfum að læra af því,“ segir hann.

„Fyrst nú á sunnudag var neyðarstig Almannavarna virkjað. Upplýsingafundir eru bara tvisvar í viku, en ekki daglega eins og í vor. Hvort tveggja gefur almenningi þá falsmynd að ástandið sé ekki mjög alvarlegt. Þessu þarf að breyta. Pólitíkin lét sérfræðingum eftir að meta hvað best væri að gera í vor, en undanfarið hefur þrýstingur úr þeirri átt haft meiri áhrif á aðgerðir sóttvarnayfirvalda. Þessu þarf líka að breyta. Það hefur hart verið tekist á í pólitíkinni á bak við tjöldin undanfarna daga, en sóttvarnalæknir verður að láta slíkar deilur lönd og leið í sinni vinnu.

Þríeykið kann ráð til að bæla þennan faraldur niður og margir munu vilja koma þeim til aðstoðar í þeim slag. En stemningin súrnar dag frá degi ef ástandið heldur áfram að versna og úrræðin eru augljóslega ekki að virka.

Breytum því. Strax í dag.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun