fbpx
Fimmtudagur 29.október 2020
Eyjan

Þórdís Kolbrún vill leggja niður stofnun ársins – „Kaldhæðnislegt“ segir starfsmaður

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 17. október 2020 14:00

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, tilkynnti í febrúar um áform sín um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands næstu áramót.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er kaldhæðnislegt að á sama tíma og Nýsköpunarmiðstöð fær viðurkenningu sem stofnun ársins 2020, sé fyrirhugað að leggja hana niður,“ segir Kjartan Due Nielsen, talsmaður starfsmanna hjá Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.

Nýsköpunarmiðstöð Íslands var valin stofnun ársins 2020 í flokki ríkis, sjálfseignarstofnana o.fl. með fleiri en 50 starfsmenn af Sameyki, stéttarfélagi í almannaþjónustu. Valið á stofnunum ársins er byggt á svörum um 12 þúsund starfsmanna í einni stærstu vinnumarkaðskönnun landsins.

Hluti af auglýsingu Sameykis sem birtist í Fréttablaðinu á fimmtudag vegna vals á stofnunum ársins.

Í febrúar kynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, atvinnuvega-, nýsköpunar- og ferðamálaráðherra hugmyndir sínar um að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður um áramótin. Þessar fyrirætlanir hafa mætt nokkurri gagnrýni, sér í lagi á þá vegu að greiningarvinna vegna niðurlagningar miðstöðvarinnar hafi verið í mýflugumynd.

Drög að frumvarpi Þórdísar sem miðar að því að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda þann 28. september. Alls bárust 45 umsagnir áður en lokað var fyrir þær þann 9. október.

Kjartan bendir á að í umsögnum um frumvarpið hafi fjölmargir hagsmunaaðilar bent á að fyrirhuguð áform um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð og stofna einkahlutafélag utan um starfsemina, skapi bæði óvissu og áhættu og gæti haft áhrif á fjármögnun Evrópuverkefna.

Allar umsagnirnar má nálgast í samráðsgáttinni með því að smella hér.

„Auk þess er mjög alvarlegt að það sé ennþá markmiðið að leggja alfarið niður ráðgjöf gagnvart frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum á fyrstu stigum- þjónustu sem einkamarkaðurinn er ekki að fara að taka við, vegna eðlilegra hagnaðarsjónarmiða,“ segir hann.

Sjá einnig: Fundur við ráðherra staðfesti áhyggjur starfsmanna

Þórdís Kolbrún kynnti í október á síðasta ári nýsköpunarstefnu fyrir Ísland til ársins 2030 og sagði hún við það tækifæri: „Nýsköpun er ekki lúxus heldur nauðsyn.“ Það var síðan í febrúar á þessu ári sem hún tilkynnti fyrirhugaða lokun Nýsköpunarmiðstöðvar.

Sjá einnig: Opið bréf til ráðherra: Verið að draga úr stuðningi við nýsköpun á landinu öllu

Fyrsta COVID-smitið greindist á Íslandi í lok febrúar og þessi fyrirætlun hennar var því ákveðin áður en faraldurinn fór að hafa áhrif á samfélagið með tilheyrandi atvinnuleysi.

„Það liggur ekki svona mikið á, við viljum frekar að málið sé undirbúið betur og samfella í þjónustu í öllum málaflokkum sé tryggð gagnavart atvinnulífinu. Við starfsmenn myndum fagna heildarendurskoðun á starfseminni, en að leggja hana niður er óheillaskref fyrir nýsköpun í landinu,“ segir Kjartan.

Sjá einnig: Kostar 305 milljónir að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar hjólar í eigin flokk – „Þessi færsla var ekki samin í geðrofi“

Brynjar hjólar í eigin flokk – „Þessi færsla var ekki samin í geðrofi“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kristján sleginn yfir máli frystitogarans – „Maður þekkir þetta bara af eigin reynslu“

Kristján sleginn yfir máli frystitogarans – „Maður þekkir þetta bara af eigin reynslu“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva
Eyjan
Fyrir 1 viku

Davíð leggst gegn nýrri stjórnarskrá – „Sambærilegt því að við myndum skipa þríeyki með áhugafólki til að takast á við veiruna“

Davíð leggst gegn nýrri stjórnarskrá – „Sambærilegt því að við myndum skipa þríeyki með áhugafólki til að takast á við veiruna“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví: „Við því segi ég: Bull“

Björn Leví: „Við því segi ég: Bull“