fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Eyjan

Fundur við ráðherra staðfesti áhyggjur starfsmanna

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 12. september 2020 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra greindi ríkisstjórninni í febrúar  frá áformum sínum um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands.

Starfsmenn miðstöðvarinnar og aðrir aðilar sem hafa hagsmuni af starfsemi hennar hafa lýst yfir áhyggjum yfir að ákvörðunin grundvallist ekki á nægilega góðri greiningarvinnu. Eftir fund Þórdísar með starfsmönnum telur talsmaður starfsmanna ljóst að áhyggjurnar séu á rökum reistar.

Hálft ár en lítið að frétta

Rúmlega hálft ár er frá því að Þórdís tilkynnti um áætlun sína um að loka Nýsköpunarmiðstöð Íslands um áramótin. Aðilum sem þessi ákvörðun kemur til með að hafa áhrif á leikur forvitni á að vita hvaða greiningarvinna stendur henni að baki og hversu vel var staðið að undirbúning hennar. Það kom því Space Iceland, Geimvísinda- og tækniskrifstofa Íslands, nokkuð á óvart þegar þeim var neitað um upplýsingar á þeim grundvelli að engin formleg ákvörðun hafi verið tekin. Space Iceland verður fyrir óbeinum áhrifum af niðurlagningu miðstöðvarinnar vegna sportafyrirtækja sem tengjast starfsemi þeirra.

Neita að veita upplýsingar

DV greindi frá því fyrr í vikunni að Space Iceland telji að neitun ráðuneytisins á að veita umbeiðnar upplýsingar haldi ekki vatni og sé með henni reynt að komast fram hjá markmiði upplýsingalaga. Ákvörðunin hefur verið kærð til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.

Ráðuneytið hefur bent á að endanleg ákvörðun verði tekin af Alþingi og sé verið að vinna að frumvarpi þess efnis. Vinna sú er sögð á lokametrunum en sem stendur sé ekki hægt að tala um formlega ákvörðun.

Sjá einnig: Ráðherra bíður ákvörðunar þingsins vegna lokunar Nýsköpunarmiðstöðvar

Starfsmenn uggandi

Ákvörðun þessi var starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar mikið áfall. Talsmaður starfsmanna, Kjartan Due Nielsen, segir starfsmenn ósátta við fyrirætlunina. Nú sé íslenskt samfélag á tímum þar sem nýsköpun skipti miklu máli og engar skýrar áætlanir hafi verið kynntar um hvað verði um verkefni miðstöðvarinnar eða þá sjötíðu starfsmenn sem þar vinna.

DV hafði samband við Kjartan og greindi hann frá því að áhyggjur starfsmanna um að lítil greiningarvinna liggi að baki ákvörðun ráðherra, hefðu reynst réttar.

„Ráðherra kom til fundar við okkur í vikunni og sá fundur var á margan hátt góður en staðfesti þær áhyggjur okkar að áform um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð virðast ekki byggðar á mikilli greiningarvinnu, eins og ráðherra hefur þó sjálf talað um, og einnig án samráðs við mikilvæga hagsmunahópa. Og ráðherra virðist ekki gera sér grein fyrir þeim slæmu áhrifum sem þetta hefur á frumkvöðla- og sprotaumhverfið, að það sé verið að stroka út mjög mikilvæga þjónustu gagnvart þeim og að með þessari aðgerð er verið að skerða nýsköpun í öllu landinu.”

Rímar illa við önnur áform

Kjartan segir skýringar ráðherra um að með niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvar sé verið að minnka umsýslu og yfirbyggingu tóni illa við þau áform að fjölga starfsmönnum ráðuneytis með því að efla skrifstofu nýsköpunarmála.

„Og á sama tíma og hún talar um að „minnka umsýslu og yfirbyggingu“ þá er hún samt með þau plön að fjölga starfsmönnum ráðuneytisins, með því að efla skrifstofu sem sinnir nýsköpunarmálum og setja á fót ráðuneytisstofnun á Akureyri. Þannig að hún er að leggja niður ríkisstofnun og færa hluta hennar nær sér – inn í ráðuneytið.”

Þingmaður Pírata, Björn Leví Gunnarsson, hefur mikið rætt um nýsköpun undanfarna mánuði sem leið Íslands út úr kórónuveiru-efnahagslægðinni. Nýsköpun sé grundvöllur þess að samfélagið nái sér aftur á strik og skipti mun meira máli heldur en ferðaþjónustan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Þegar þjóðin hafnaði stjórnmálamanni – Endurtekur sagan sig?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr

Halla Hrund stóreykur fylgi sitt – Mælist með meira fylgi en Jón Gnarr
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?

Orðið á götunni: Verða Bessastaðir stökkpallur inn á Alþingi?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum

Framsókn baunar á Samfylkinguna sem undirbýr að taka við stjórnartaumunum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt

Ólafur Þ. Harðarson: Kosningarnar nú minna mjög á kosningarnar 1980 – spurningin hvort kjósendur kjósa taktískt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“

Þrír milljarðar í súginn og þögnin ærandi – „Með öllu óskiljanlegt og ríkisstjórn Íslands til ævarandi skammar“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2

Sigurður Amlín nýr rekstrarstjóri hjá Stöð 2