fbpx
Miðvikudagur 28.október 2020
Eyjan

Telur yfirvöld halda COVID-sjúklingum lengur í einangrun en þörf er á

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. október 2020 12:00

Hallmundur Albertsson. Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögmaðurinn Hallmundur Albertsson veltir upp alvarlegum athugasemdum við reglur um einangrun þeirra sem greinast með COVID-19 sjúkdóminn hér á landi. Í grein sem hann ritar í Fréttablaðið bendir Hallmundur á reglur varðandi einangrun COVID-sjúklinga séu strangari hér á landi en á Norðurlöndunum og sé þó ekkert sem bendi til að læknisfræðikunnátta í þeim löndum sé minni en hér á landi.

„Greinist ein­stak­lingur á Ís­landi með CO­VID-19 sjúk­dóminn fer hann sam­kvæmt á­kvörðun sótt­varna­yfir­valda í fjór­tán daga ein­angrun talið frá þeim degi sem sjúk­dómurinn greinist. Hve­nær sjúk­lingur fær fyrstu sjúk­dóms­ein­kenni hefur ekki á­hrif. Það er jafn­framt skil­yrði fyrir því að losna úr ein­angrun að sjúk­lingur hafi verið ein­kenna­laus í sjö daga,“ bendir Hallmundur á og rekur hvernig þessar reglur eru töluvert vægari í nágrannalöndunum:

„Eins og sést á framan­greindri um­fjöllun er tíma­lengd ein­angrunar veru­lega meira í­þyngjandi á Ís­landi en í saman­burðar­löndunum. Upp­haf ein­angrunar miðast við þann dag þegar sjúk­dóms­ein­kenni koma fram í saman­burðar­löndunum en miðast við sýna­töku­dag á Ís­landi. Þar getur munað nokkrum dögum. Þá er tíma­lengd um­tals­vert lengri. Undan­tekningar­laust skal sá sem greinist á Ís­landi sæta að lág­marki fjór­tán daga ein­angrun frá sýna­töku­degi en sá frestur er sjö til átta dagar frá því sjúk­dóms­ein­kenni komu fram í saman­burðar­löndum. Á Ís­landi er gerð krafa um sjö ein­kenna­lausa daga en tvo til þrjá í saman­burðar­löndunum.“

Hallmundur leiðir líkur að að því að þetta kunni að stangast á við meðalhófsregluna sem lögfest er í stjórnsýslulögum:

„Í 12. gr. stjórn­sýslu­laga nr. 37/1993 er meðal­hófs­reglan lög­fest. Þar er kveðið á um að stjórn­vald skuli því að­eins taka í­þyngjandi á­kvörðun þegar lög­mætu mark­miði, sem stefnt er að, verður ekki náð með öðru og vægara móti. Skal þess þá gætt að ekki sé farið strangar í sakirnar en nauð­syn ber til.“

Hallmundur bendir á að frelsissvipting sé mikil skerðing á mannréttindum einstaklings og segir: „Þó ekki verði deilt um þá frum­skyldu stjórn­valda að verja líf og heilsu al­mennings þegar glímt er við heims­far­aldur mega þær ráð­stafanir sem gripið er til ekki ganga lengra en nauð­syn­legt er til að ná því mark­miði sem að er stefnt.“

Segir Hallmundur að hafa verði í huga mögulegar afleiðingar sem löng einangrun getur haft á andlega líðan og fjárhag þeirra sem þurfa að þola hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn

Iðnaður gæti orðið helsti drifkraftur viðspyrnu eftir heimsfaraldurinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva