fbpx
Fimmtudagur 29.október 2020
Eyjan

Segir allt tal um arðrán og ójöfnuð á Íslandi vera veruleikafirringu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 1. október 2020 09:54

Davíð Oddsson er ritstjóri Morgunblaðsins

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Staksteinum Morgunblaðsins í dag segir að hlutur launþega í verðmætasköpun sé hvergi meiri en á Íslandi. Þá sé jöfnuður launa mjög mikill miðað við önnur ríki. „Þeir sem tala linnulítið um arðrán, kúgun og auðvald láta slíkar staðreyndir ekki trufla sig,en þeir lifa líka í veruleika sem aldrei var, og enn síður er,“ segir í pistlinum.

Staksteinar styðjast við umfjöllun Viðskiptaráðs um launakostnað á Íslandi. Segir þar að efnahagslegar forsendur kjarasamninga séu brostnar og verðmætin til skiptanna séu 300 milljörðum minni en gert hafi verið ráð fyrir við gerð lífskjarasamninganna.

Síðan segir:

„Þetta var svo sett í samhengi við þá staðreynd að Ísland sé enn hálaunaland þrátt fyrir að krónan hafi veikst og það skýrist af þeim miklu launahækkunum sem hér hafa verið á undanförnum árum.

Þá er bent á að hlutur launþega í verðmætasköpuninni sé hvergi meiri en hér á landi. Ísland var í fyrsta sæti í fyrra þegar hlutur launþega var 61% af því sem framleitt var í landinu. Viðskiptaráð metur það svo að líkur séu á að vegna niðursveiflunnar hafi þetta hlutfall hækkað í 64%, sem eykur forskot Íslands.“

Ljóst er að Morgunblaðið tekur ekki undir með forystumönnum verkalýðshreyfingarinnar sem taka ekki í mál að hróflað verði við launahækkunum lífskjarasamninganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kappræður varaformannsefna – Heiða Björg og Helga Vala

Kappræður varaformannsefna – Heiða Björg og Helga Vala
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmundur kemur lögreglunni til varnar – Norrænir krossfánar „langflottustu fánarnir“

Sigmundur kemur lögreglunni til varnar – Norrænir krossfánar „langflottustu fánarnir“