fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Hörður gagnrýnir lokunarstefnu Skimunarmeistarans

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 9. október 2020 08:01

Hörður Ægisson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í grein sem Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, ritar í Fréttablaðið í dag gagnrýnir hann stjórnvöld og segir að þau eigi erfitt með að viðurkenna að þau hafi gert afdrifarík mistök og endurmeta stöðuna áður en tjónið verður meira. Þarna á hann við þær ráðstafanir sem gripið hefur verið til í tengslum við heimsfaraldur kórónuveirunnar.

Greinin ber yfirskriftina „Versta stefnan“ en í henni gagnrýnir Hörður þær aðgerðir sem gripið hefur verið til.

„Ráðstafanir sem nú hefur verið gripið til, með því að stöðva nánast alla starfsemi í samfélaginu um ófyrirséðan tíma, eru bein afleiðing af lokunarstefnu Skimunarmeistarans, sem þríeykið studdi og ríkisstjórnin innleiddi, sem taldi fólki trú um að hægt yrði að lifa næsta eðlilegu og veirufríu lífi innanlands með því einu að halda útlendingum frá landinu. Það reyndist della,“

segir Hörður og bætir við að almenningur hafi talið að minni hætta væri á smiti eftir að hafa fengið skýr skilaboð frá stjórnvöldum um það.  Með Skimunarmeistaranum á hann væntanlega við Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar. Hann víkur síðan að því sem hann segir vera verstu stefnuna:

„Í stað þess að hafa meðalhóf að leiðarljósi, með því að halda landamærunum opnum með varúðarráðstöfunum og viðhalda hóflegum en fyrirsjáanlegum sóttvarnaaðgerðum innanlands með áherslu á mikilvægi einstaklingsbundinna sóttvarna, sitjum við nú uppi með verstu stefnuna – að kveikja og slökkva alfarið á samfélaginu á víxl. Verði þessum sveiflukenndu aðgerðum haldið til streitu í marga mánuði uns bóluefni er tiltækt, sem enginn veit með vissu hvenær verður, eiga þær eftir að valda óafturkræfum hörmungum fyrir lýðheilsu bæði til skemmri og lengri tíma litið – ekki hvað síst fyrir ungt fólk og þá sem minna mega sín í samfélaginu.“

Hann víkur síðan að yfirlýsingu sem á þriðja tug fræðimanna sendu frá sér í vikunni þar sem núverandi stefna, sem ræður ríkjum í baráttunni við heimsfaraldurinn, er harðlega gagnrýnd.

„Á það er bent að við vitum nú að hættan á því að deyja af völdum COVID-19 er þúsundfalt meiri hjá öldruðum og sjúkum en ungu fólki. Raunar sé veiran hættuminni börnum en margir aðrir sjúkdómar, meðal annars inflúensa. Markmið sóttvarnaaðgerða eigi þess vegna að beinast að því að takmarka dauðsföll og félagslegan skaða eins og mögulegt er þar til hjarðónæmi næst. Besta og mannúðlegasta leiðin til þess er að leyfa þeim sem eru í minnstri hættu að lifa eðlilegu lífi og auka þannig ónæmi gagnvart veirunni á sama tíma og viðkvæmustu hóparnir séu verndaðir,“

segir Hörður og segir að íslensk stjórnvöld ættu að taka mark á þessum ráðum og lýkur síðan grein sinni á að segja:

„Þríeykið er hið hæfasta fólk, sem allir styðja í sínu vandasama hlutverki, en rétt eins og með aðra sérfræðinga getur það villst af leið. Innan stjórnarmeirihlutans gætir vaxandi efasemda, bæði af hálfu ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um margar af þeim íþyngjandi aðgerðum sem gripið hefur verið til og skort á aðkomu kjörinna fulltrúa að þeim. Það er gott og þó fyrr hefði verið. Spyrja þarf spurninga, hvar fjölmiðlar hafa í megindráttum fullkomlega brugðist, um rökin að baki meintu neyðarástandi – dauðsföll um alla Evrópu eru ekki fleiri en í meðalári – sem réttlæta ákvarðanir sem fela í sér að fólk án einkenna er sett í stofufangelsi, svipt lífsviðurværi án endurgjalds og ferðafrelsi þess takmarkað. Almannaheill er nefnilega margþættara og flóknara viðfangsefni en aðeins sóttvarnir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Falleinkunn fyrir Guðrúnu – afturhaldið situr á þingi undir merkjum Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar

Sigmundur Ernir skrifar: Okkur fækkar og okkur fjölgar
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins

Svarthöfði skrifar: Þolinmæði þrotin gagnvart óhæfum, vanstilltum og spilltum silkihúfum á toppi kerfisins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn

Björn Jón skrifar: Að staðsetja Sjálfstæðisflokkinn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn