fbpx
Laugardagur 15.ágúst 2020
Eyjan

Háskólaráð tilnefnir Jón Atla í embætti rektors til næstu fimm ára

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 9. janúar 2020 16:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskólaráð samþykkti á fundi sínum í dag að tilnefna Jón Atla Benediktsson, prófessor í rafmagns- og tölvuverkfræði, í embætti rektors Háskóla Íslands til næstu fimm ára. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Jón Atli hefur gegnt embættinu frá árinu 2015, en embætti rektors Háskóla Íslands var auglýst laust til umsóknar í desember og rann umsóknarfrestur út 3. janúar síðastliðinn. Ein umsókn barst um embættið og var hún frá Jóni Atla.

Sérstök undirnefnd háskólaráðs metur hvort umsækjendur um starf rektors uppfylli sett skilyrði um embættisgengi. Háskólaráð ákvað á fundi sínum í dag að rita mennta- og menningarmálaráðherra bréf og tilnefna Jón Atla Benediktsson sem rektor Háskóla Íslands fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ímynd Samherja var svo stórsködduð að hún gat varla orðið verri – Samt er hún orðin það segir Kolbrún

Ímynd Samherja var svo stórsködduð að hún gat varla orðið verri – Samt er hún orðin það segir Kolbrún
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“

Þorsteinn segir bið í næsta Samherja-þátt – „Ég ætla ekki að tjá mig um það á þessu stigi og ætla að láta storminn aðeins lægja eftir þetta“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

RÚV fordæmir Samherja – „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins“

RÚV fordæmir Samherja – „Helgi Seljan er einn öflugasti rannsóknarblaðamaður landsins“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Helgi Seljan sakaður um lögbrot – Sjáðu þátt Samherja

Helgi Seljan sakaður um lögbrot – Sjáðu þátt Samherja