fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Þessi sóttu um starf forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 20:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf forseta Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands var nýverið auglýst laust til umsóknar og rann umsóknarfrestur út 6. janúar sl. Tveir einstaklingar sóttu um starfið, samkvæmt tilkynningu frá HÍ.

Þau sem sóttu um starfið eru:

  • Dr. Ásta Dís Óladóttir, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands.
  • Dr. Stefán Hrafn Jónsson, prófessor við Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands.

Félagsvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands og jafnframt það stærsta með um 3.500 nemendur í grunn- og framhaldsnámi.

Forseti Félagsvísindasviðs er ráðinn af rektor til fimm ára frá 1. júlí 2020. Hann starfar í umboði rektors, er yfirmaður fræðasviðsins, stýrir daglegri starfsemi og er akademískur leiðtogi þess. Samkvæmt reglum Háskóla Íslands skipar rektor sérstaka nefnd til að undirbúa ákvörðun um ráðningu forseta fræðasviðs og tekur nefndin til starfa á næstu dögum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Í gær

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Í gær

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir

Gamli kanslarinn vill fá skrifstofuna sína aftur – Ekki líklegt að það gangi eftir
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun

Baldur með mesta fylgið samkvæmt nýrri könnun