fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Eyjan

Fréttablaðið hjólar í Svandísi: „Andlát er tæplegast aðeins fyrirsögn í fjölmiðlum“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 09:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vandi bráðamóttöku Landspítalans hefur verið í forgrunni frétta undanfarið, ekki síst eftir að í ljós kom að rekja mátti ótímabært andlát Páls Heimis Pálssonar til álagsmistaka á bráðamóttökunni, sem leiddu til rangrar greiningar og hann sendur heim, þrátt fyrir að vera með alvarlegt krabbamein og blóðtappa. Var atvikið ekki flokkað sem alvarlegt, né tilkynnt eftir reglubundnum boðleiðum, fyrr en eftir að það rataði í fjölmiðla.

Skömmu áður en ekkja Páls hafði greint frá þessu í fjölmiðlum, hafði Már Kristjánsson yfirlæknir greint frá því í Læknablaðinu að bráðamóttakan væri sprungin og stórslys væri í aðsigi.

Sjá einnig: Álagsmistök á bráðamóttökunni leiddu til dauða Páls – „Ég vil harma það sem þarna gerðist – ekkert til sem heitir einföld lausn“

Sjá einnig: Krefst lögreglurannsóknar og afsagnar Svandísar vegna dauðsfallsins – „Ber ábyrgð á þessari stöðu“

Svandís gagnrýnd

Leiðari Fréttablaðsins fjallar um þetta í dag og viðbrögð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra, sem fær á sig harða gagnrýni:

„Það er þyngra en tárum taki að sjá fréttir sem þessar og harmsögur úr ranni Landspítala eru því miður allt of algengar. Ítrekað er bent á brotalamir í tengslum við rekstur spítalans en þær ráðstafanir sem gripið er til virðast oft aðeins tímabundnar og fá skref stigin í átt að raunverulegum úrbótum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra lét hafa eftir sér í fjölmiðlum í vikunni að hún harmaði „það sem gerðist“ en gæti þó ekki „hagað seglum eftir fyrirsögnum fjölmiðla“. Vandi bráðamóttökunnar yrði ekki leystur á einni nóttu.

Vandinn verður vissulega ekki leystur á einni nóttu en hann er langt frá því að vera nýr af nálinni. Auk þess sem andlát er tæplegast aðeins fyrirsögn í fjölmiðlum,“

segir Sunna Karen Sigurþórsdóttir í leiðaranum. Hún bætir við að heilbrigðisráðuneytið hafi tilkynnt um aðgerðir til að draga úr greiðsluþáttöku sjúklinga með lækkun komugjalda, en það sé ekki nóg:

„Slíkar aðgerðir þjóna hins vegar litlum tilgangi ef fólki er vísað frá heilbrigðiskerfinu jafnharðan. Heildarmyndin er það sem mestu máli skiptir í þessu samhengi enda er hér um að ræða stærsta vinnustað landsins, og stað sem langflestir munu einhvern tímann á lífsleiðinni þurfa að leita til.“

Tími til að hlusta

Þá segir Sunna að Svandís þurfi kannski að hlusta á gagnrýnisraddirnar, enda sé ábyrgð hennar mikil:

„Ábyrgðin er mikil og ráðamenn verða að koma sér upp úr skotgröfunum og grípa til aðgerða. Áhyggjuraddirnar eru háværar og nú er kominn tími til að hlusta – og stíga skref í átt að varanlegri lausn. Ef aðrar þjóðir geta það, getum við það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig

Sigmundur Ernir skrifar: Flokkurinn sem yfirgaf sjálfan sig
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins

Ólafur Þ. Harðarson: Sjálfstæðismenn aðeins einu sinni fengið sinn forseta – sá var fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“

Sigurjón skammar smákóngana í stjórnsýslunni – „Það vita allir í kerfinu af þessari fyrirstöðu en aldrei skal hróflað við Smákónginum“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki

Lindarhvoll: Leyndarhyggjan enn við lýði – svör berast seint, illa eða ekki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn

Maskína: Alvarleg staða hjá 70 prósent þjóðarinnar – verðbólga og vextir vandinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

800 milljóna halli en þokast í rétta átt

800 milljóna halli en þokast í rétta átt
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma

Jón Gnarr: Forseti tali íslensku á alþjóðavettvangi – íslenskan á að fá að hljóma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“

„Vopnið ykkur fyrir kosningarnar“