fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
Eyjan

Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar hættir vegna álags

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 14:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lára Björg Björnsdóttir, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, er hætt störfum vegna álags. Hún greinir frá þessu á Facebook í dag:

„Ég hef verið heppin að fá að vinna við það sem elska síðustu tvö árin. Mér þykir ótrúlega vænt um þennan tíma sem er því miður á enda. Eftir of mikið álag, mögulega árum saman, frá því Óli minn var sem veikastur fyrstu æviárin hans og síðan skyndilegt fráfall elsku mömmu í fyrra eftir stutt veikindi, allt í fullri vinnu, þarf ég að hlusta á líkamann, fylgja ráðum lækna, minnka álag tímabundið, setja eigin heilsu í forgang og safna kröftum og orku. Ég kveð því forsætisráðuneytið og yndislegt samstarfsfólk þar og í öðrum ráðuneytum með söknuði og hlýju.“

Hún þakkar fjölmiðlum fyrir ánægjuleg samskipti, ásamt forsætisráðherra og aðstoðarmönnum hennar:

„Og ekki má gleyma fjölmiðlunum góðu fyrir ánægjuleg samskipti, fjölmarga kaffibolla og skemmtilegar stundir á allskonar blaðamannafundum við allskonar aðstæður -og á ýmsum tímum sólarhrings! Takk. Og að lokum: Takk elsku Katrín, Bergþóra og Lísa fyrir allt. YNWA dömur mínar. Muna það,“

segir Lára og vitnar í lagið You will never walk alone, sem er þekkt sem stuðningsmannalag Liverpool og Borussia Dortmund.

Lára Björg Björnsdóttir hefur verið upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar frá því í desember 2017. Lára Björg er með stúdentspróf frá Menntaskólanum í Hamrahlíð og BA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Áður hefur hún starfað við almannatengsl og ráðgjöf, fyrst hjá KOM almannatengslum og síðar hjá eigin ráðgjafarfyrirtæki, Suðvestur. Þá starfaði hún í utanríkisráðuneytinu og hjá fastanefnd Íslands hjá NATO á árunum 2002-2006. Hún var sérfræðingur í Landsbanka Íslands á árunum 2007-2009 og starfaði sem blaðamaður á Nýju lífi, Fréttablaðinu og Viðskiptablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið

Bryndís sagði málþóf séríslenskt fyrirbæri og taldi rétt að beita 71. grein – Undirbýr nú 32. ræðu sína um veiðigjaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar

Nína Richter skrifar: Uppáhalds afsökunin okkar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun

Svarthöfði skrifar: Falsfréttir og væl virka ekki – málatilbúnaði Sjálfstæðisflokksins hafnað í nýrri könnun