fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Eyjan

Tekjur af veiðigjaldinu lækka um 30%

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 7. janúar 2020 17:00

Þorskurinn gæti verið í hættu. Mynd Wikipedia

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nokkuð hefur verið rifist um veiðigjaldið sem útgerðir landsins þurfa að greiða fyrir veiðiheimildir sínar á liðnum mánuðum. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2020 er áætlað að tekjur ríkisins verði 4.850 milljónir króna af innheimtu veiðigjalda, sem er 30% lægri upphæð en áætlaðar tekjur voru af veiðigjöldum fyrir árið 2019 samkvæmt fjárlögum þess árs, eða um sjö milljarðar.

Rauntekjurnar fyrir árið 2018 voru nokkuð meiri, eða 11.417 milljónir og því um nokkra lækkun að ræða á þessu tímabili ef spár ganga eftir, eða um 6.5 milljarðar. Héraðsmiðilinn BB.is greinir frá þessu í gær.

Misskilningur Ágústs

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, fór mikinn á Facebook vegna breytingatillagna ríkisstjórnarinnar um veiðileyfagjöldin í nóvember síðastliðnum. Taldi hann að skattgreiðendur þyrftu nú að borga með útgerðinni, þar sem ríkisstjórnin vildi lækka veiðigjöldin um tvo milljarða til viðbótar, sem myndi ekki dekka kostnaðinn við þjónustu ríkisins gagnvart atvinnugreininni.

Ágúst var hinsvegar tekinn á beinið fyrir þessa framsetningu sína, bæði af stjórnarandstöðunni, sem og Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Nefnt var að samkvæmt reiknireglum veiðigjalds var greiðsla veiðigjalda færð nær rauntíma og að lækkunum kæmi einfaldlega til vegna þess að tekjur í sjávarútvegi hefðu minnkað:

„Líkt og við greiðum minni tekjuskatt ef við lækkum í launum. Hlutdeildin hefur ekki minnkað heldur afkoman,“

sagði þingmaður Framsóknarflokksins, Halla Signý Kristjánsdóttir.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata tók í sama streng:

„Ég þooooli ekki svona stjórnmál. Þessi lækkun er vegna þess að útgerðin fór í meiri fjárfestingu en gert var ráð fyrir sem lækkar stofninn til veiðigjalds. Það má alveg deila um það fram og til baka hvort það sé gott fyrirkomulag á veiðigjöldunum og þá hvort það hafi verið góð lagasetning stjórnar að fjárfesting kæmi niður á auðlindagjöldunum, sem er þá eins konar ríkisstyrking á fjárfestingu útgerðarinnar. En rétt skal vera rétt, ríkisstjórnin er ekki að lækka veiðigjöldin heldur er þetta útreiknuð stærð miðað við uppsetningu laga.“

Sjá nánar: Ágúst er brjálaður:„Eiga skattgreiðendur nú að borga með stórútgerðinni?“

Sjá nánar: Ágúst Ólafur sagður hafa hlaupið á sig – „Ég þooooli ekki svona stjórnmál“ – „Röng framsetning“

Hækkun, ekki lækkun

Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi gagnrýndu Ágúst Ólaf einnig harðlega fyrir framsetningu sína og sögðu að um hækkun, en ekki lækkun veiðigjalda væri að ræða:

„Staðreyndin er sú að veiðigjald hækkar með nýju frumvarpi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.“

Nefnt var að skatthlutfall veiðigjaldsins sé og verði 33% af hagnaði meðan aðrar breytur hafi áhrif á sjálfar tekjurnar:

„Veiðigjald hækkar samkvæmt nýju frumvarpi. Tvær ástæður skýra það að mestu. Í fyrsta lagi er veiðigjaldið sjálft ekki lengur frádráttarbært frá gjaldstofni. Þar sem veiðigjaldið hefur verið 33% af hagnaði fyrir skatt hækkar þessi aðgerð gjaldstofninn til muna. Þannig verður veiðigjaldið mun hærra hlutfall af afkomu en verið hefur, þrátt fyrir að prósentan sé óbreytt. Í öðru lagi er bætt 10% álagi ofan á tekjur í uppsjávarveiðum. Kostnaðarliðir haldast óbreyttir. Þetta leiðir til þess að sú staða gæti jafnvel komið upp að greiða þyrfti veiðigjald af uppsjávarveiðum þó að greinin væri rekin með tapi.“

Stafar hætta af hækkuninni

Þá nefnir SFS, sem fyrr, að veiðigjaldið sé að ríða útgerðunum á slig:

„Á næsta ári er gert ráð fyrir að veiðigjald, samkvæmt frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi, nemi rúmum sjö milljörðum árið 2019 og á bilinu sex til átta milljörðum næstu tvö ár eftir það. Samkvæmt núgildandi lögum hefði veiðigjald numið um tveimur og hálfum milljarði fyrir fiskveiðiárið 2019 til 2020. Afkoma fiskveiða lækkar um 79% meðan veiðigjaldið lækkar um 33%. Því er augljóslega um að ræða hækkun gjaldsins. Það er alvarlegt mál þegar fulltrúi í fjárlaganefnd, sem veit betur, setur fram rangar fullyrðingar. Rétt skal vera rétt. Ríkisstjórnin hyggst hækka íþyngjandi veiðigjald til muna, svo mikið að greininni stafar hætta af.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum

Inga Sæland herská – Kallar eftir stuðningi á þingpöllunum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega

Björn Jón skrifar: Grýlur sem ýla hræðilega
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus

Guðjón Auðunsson: Ef markmiðið er að fækka um eina kaffivél er sameiningin tilgangslaus