fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Eyjan

Segir marxíska forystusveit Eflingar hinn raunverulega óvin vinnandi stétta – „Flestir sjá hvaða leik er verið að leika“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 24. janúar 2020 09:29

Hörður Ægisson og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Þau eru yfirleitt á öndverðum meiði.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Flestir sjá hvaða leik er verið að leika. Forystusveit Eflingar, sem aðhyllist 19. aldar marxískar kennisetningar um viðvarandi stéttastríð milli atvinnurekenda og launafólks, ásamt fylgihnöttum þeirra í Sósíalistaflokknum, virðist hafa það að markmiði að brjóta upp þann stöðugleika sem náðst hefur á vinnumarkaði. Það vekur eftirtekt að leiðtogar annarra verkalýðsfélaga hafa ekki séð ástæðu til að lýsa yfir stuðningi við vegferð Eflingar. Það kemur ekki á óvart. Allir vita hvaða hagsmunir eru undir fyrir venjulegt launafólk að Lífskjarasamningurinn haldi,“

skrifar Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, í leiðara Fréttablaðsins í dag. Hann telur að Efling sé hinn raunverulegi óvinur hinna vinnandi stétta:

„Þeir sem ráða för í Eflingu skeyta á móti lítt um þær staðreyndir. Allir sem andmæla ruglinu sem þaðan kemur, breytir þá litlu hvort það séu forsvarsmenn í atvinnulífinu eða fyrrverandi starfsmenn Eflingar til margra ára, eru um leið útmálaðir sem óvinir hinna vinnandi stétta. Sífellt fleiri eru hins vegar farnir að átta sig á því hverjir þeir raunverulega eru.“

Efling setji allt í uppnám

Hörður hefur lengi eldað grátt silfur við Eflingu og verkalýðshreyfinguna. Hann segir að búið sé að ákveða hvað sé til skiptanna og nefnir að svigrúmið til launahækkana hafi verið lítið í aðdraganda kjarasamninga, með tilheyrandi samdrætti og kólnun í hagkerfinu. Hinsvegar hafi fengist ásættanlega niðurstaða og segir Hörður að samningarnir hafi í meginatriðum virkað sem skyldi og að það hljóti að teljast afrek að lágmarkslaun hafi hækkað meira.

En nú séu blikur á lofti í boði Eflingar:

„Forystumenn Eflingar hafa skorið sig úr samfloti við SGS og neita að semja við Reykjavíkurborg á sömu nótum og önnur félög hafa gert. Skiptir þá engu að þeir samningar séu á grunni Lífskjarasamningsins sem Efling stóð sjálf að fyrir aðeins fáeinum mánuðum – nú skal farið fram með enn sverari launakröfur. Ekkert þokast í viðræðum og það stefnir í verkföll um 1.800 starfsmanna, að stórum hluta á leikskólum. Formaður samninganefndar borgarinnar, áður yfirmaður kjaramálasviðs Eflingar, hefur sagt kröfur stéttarfélagsins þýða heildarlaunahækkanir á samningstímabilinu sem væru langt umfram það sem um var samið á hinum almenna markaði. Útilokað er að verða við þeim kröfum og um leið skapa fordæmi sem myndi setja Lífskjarasamninginn, og í kjölfarið allan vinnumarkaðinn, í uppnám á afar viðkvæmum tímum. Flestir sjá hvaða leik er verið að leika.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt

Guðjón Auðunsson: Verðið á íslensku fasteignafélögunum er allt of lágt
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Birgir í klemmu

Orðið á götunni: Birgir í klemmu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands

Ásdís Rán segist hafa verið óskipaður sendiherra Íslands
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli

Guðjón Auðunsson: Skuldsetning fasteignafélaga – þetta er eins og að snúa herskipi á andapolli
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?

Óttar Guðmundsson skrifar: Rétthugsun?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?

Sandkorn: Hversu margar undirskriftir teljast nægjanlega margar undirskriftir?